Óhapp Hamiltons í skoðun hjá McLaren 10. maí 2010 10:50 Bíll Hamiltons eftir óhappið í Barcelona í gær. mynd: Getty Images Lewis Hamilton var óheppinn í spænska kappakstrinum í gær þegar virtist hvellspringa, eða felga brotna á fullri ferð þegar hann var í næst síðasta hring. Í sjónvarpsútsendingu sást eitthvað spýtast upp frá vinstra framhjólinu og skömmu síðar varð dekkið vindlaust og Hamilton sveif útaf. Hamilton var þá í öðru sæti á McLaren bíl sínum á eftir sigurvegaranum Mark Webber, en Fernando Alonso hreppti annað sætið í staðinn á heimavelli. "Ég var að gæta þess að koma bílnum heim í endamark, en þá gaf stýris sig skyndilega og vinstra framhjólið brást. Ég fann ekkert fyrir neinu áður en þetta gerðist og þetta kom því á óvart. Við vitum ekki hvað er að, en allir hlutir bílsins fara í skoðun í tæknimiðstöð McLaren", sagði Hamilton á f1.com. "Það er átakanlegt að lenda í þessu rétt fyrir lok mótsins, en svona eru akstursíþróttir. Það eru mörg mót eftir enn og ég ber bara höfuðið hátt. Við getum enn barist um titilinn." Bridgestone dekkjamönnum grunar að eitthvað annað en dekkið hafi gefið sig í McLaren bílnum. "Við munum skoða alla hluti gaumgæfilega og getum ekki sagt nákvæmlega hvað gerðist fyrr en þeirri skoðun er lokið um hvað gerðist eiginlega", sagði Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren. Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton var óheppinn í spænska kappakstrinum í gær þegar virtist hvellspringa, eða felga brotna á fullri ferð þegar hann var í næst síðasta hring. Í sjónvarpsútsendingu sást eitthvað spýtast upp frá vinstra framhjólinu og skömmu síðar varð dekkið vindlaust og Hamilton sveif útaf. Hamilton var þá í öðru sæti á McLaren bíl sínum á eftir sigurvegaranum Mark Webber, en Fernando Alonso hreppti annað sætið í staðinn á heimavelli. "Ég var að gæta þess að koma bílnum heim í endamark, en þá gaf stýris sig skyndilega og vinstra framhjólið brást. Ég fann ekkert fyrir neinu áður en þetta gerðist og þetta kom því á óvart. Við vitum ekki hvað er að, en allir hlutir bílsins fara í skoðun í tæknimiðstöð McLaren", sagði Hamilton á f1.com. "Það er átakanlegt að lenda í þessu rétt fyrir lok mótsins, en svona eru akstursíþróttir. Það eru mörg mót eftir enn og ég ber bara höfuðið hátt. Við getum enn barist um titilinn." Bridgestone dekkjamönnum grunar að eitthvað annað en dekkið hafi gefið sig í McLaren bílnum. "Við munum skoða alla hluti gaumgæfilega og getum ekki sagt nákvæmlega hvað gerðist fyrr en þeirri skoðun er lokið um hvað gerðist eiginlega", sagði Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren.
Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira