Umfjöllun: Hlynur fór á kostum í sigri Snæfells Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2010 17:37 Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorsteinsson í baráttunni. Mynd/Daníel Snæfell tók í dag forystuna í úrslitarimmunni gegn Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla með góðum útisigri, 100-85. Hlynur Bæringsson fór á kostum í liði Snæfells og skoraði alls 29 stig og tók þrettán fráköst. Keflvíkingar voru að sama skapi nokkuð frá sínu besta en þeir hafa oft spilað betur en þeir gerðu á heimavelli sínum í dag. Áberandi var munurinn á fráköstum liðanna. Snæfell tók alls 37 fráköst en Keflavík aðeins nítján. Snæfellingar tókum næstum jafn mörg fráköst í sókn og Keflvíkingar gerðu í vörn. Snæfellingar tóku forystuna strax í byrjun leiksins og létu hana aldrei af hendi. Þeir byggðu upp góða forystu í fyrri hálfleik og virtust ekki eiga í miklum vandræðum með að finna leið upp að körfu Keflvíkinga. Heimamenn voru að sama skapi í miklu basli í sínum sóknarleik og skoruðu þeir aðeins 36 stig í fyrri hálfleiknum. Snæfellingar skoruðu 47 stig og voru því með ellefu stiga forystu - hún hefði þó getað verið stærri. Nick Bradford lék sinn fyrsta leik með Keflavík í dag eftir að Draelon Burns meiddist. Hann náði sér vel á strik, sérstaklega í þriðja leikhluta er hann skoraði fjórtán stig og var allt í öllu í sóknarleik Keflavíkur. En þá svaraði Hlynur í sömu mynt. Hann skoraði fimmtán stig í leikhlutanum og sá til þess að Snæfellingar héldu forystunni. Mest náðu Keflvíkingar að minnka muninn í tvö stig. Gestirnir úr Stykkishólmi voru svo aðeins nokkrar mínútur að endurheimta tíu stiga forystu sína í upphafi fjórða leikhluta og var sigur þeirra í raun aldrei í hættu eftir það. Auk Hlyns áttu margir í liði Snæfells góðan leik. Jeb Ivey skilaði sínu og það gerðu Emil Þór Jóhannsson og Sigurður Þorvaldsson einnig. Hjá Keflavík var Nick Bradford bestur en miklu munaði um að menn eins og Hörður Axel Vilhjálmsson og Gunnar Einarsson voru lengi að finna sína fjöl og koma sér almennilega í gang. Urule Igbavboa átti ágætan leik og Sigurður Þorsteinsson nokkra fína spretti. Stig Keflavíkur: Nick Bradford 26, Hörður Axel Vilhjálmsson 20, Urule Igbavboa 13, Gunnar Einarsson 11, Sigurður Þorsteinsson 11, Jón Nordal Hafsteinsson 4. Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 29 (13 frák.), Sigurður Þorvaldsson 17, Martins Berkis 14, Jeb Ivey 11, Jón Ólafur Jónsson 10, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Emil Þór Jóhansson 7, Egill Egilsson 3, Páll Fannar Helgason 2. Dominos-deild karla Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Snæfell tók í dag forystuna í úrslitarimmunni gegn Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla með góðum útisigri, 100-85. Hlynur Bæringsson fór á kostum í liði Snæfells og skoraði alls 29 stig og tók þrettán fráköst. Keflvíkingar voru að sama skapi nokkuð frá sínu besta en þeir hafa oft spilað betur en þeir gerðu á heimavelli sínum í dag. Áberandi var munurinn á fráköstum liðanna. Snæfell tók alls 37 fráköst en Keflavík aðeins nítján. Snæfellingar tókum næstum jafn mörg fráköst í sókn og Keflvíkingar gerðu í vörn. Snæfellingar tóku forystuna strax í byrjun leiksins og létu hana aldrei af hendi. Þeir byggðu upp góða forystu í fyrri hálfleik og virtust ekki eiga í miklum vandræðum með að finna leið upp að körfu Keflvíkinga. Heimamenn voru að sama skapi í miklu basli í sínum sóknarleik og skoruðu þeir aðeins 36 stig í fyrri hálfleiknum. Snæfellingar skoruðu 47 stig og voru því með ellefu stiga forystu - hún hefði þó getað verið stærri. Nick Bradford lék sinn fyrsta leik með Keflavík í dag eftir að Draelon Burns meiddist. Hann náði sér vel á strik, sérstaklega í þriðja leikhluta er hann skoraði fjórtán stig og var allt í öllu í sóknarleik Keflavíkur. En þá svaraði Hlynur í sömu mynt. Hann skoraði fimmtán stig í leikhlutanum og sá til þess að Snæfellingar héldu forystunni. Mest náðu Keflvíkingar að minnka muninn í tvö stig. Gestirnir úr Stykkishólmi voru svo aðeins nokkrar mínútur að endurheimta tíu stiga forystu sína í upphafi fjórða leikhluta og var sigur þeirra í raun aldrei í hættu eftir það. Auk Hlyns áttu margir í liði Snæfells góðan leik. Jeb Ivey skilaði sínu og það gerðu Emil Þór Jóhannsson og Sigurður Þorvaldsson einnig. Hjá Keflavík var Nick Bradford bestur en miklu munaði um að menn eins og Hörður Axel Vilhjálmsson og Gunnar Einarsson voru lengi að finna sína fjöl og koma sér almennilega í gang. Urule Igbavboa átti ágætan leik og Sigurður Þorsteinsson nokkra fína spretti. Stig Keflavíkur: Nick Bradford 26, Hörður Axel Vilhjálmsson 20, Urule Igbavboa 13, Gunnar Einarsson 11, Sigurður Þorsteinsson 11, Jón Nordal Hafsteinsson 4. Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 29 (13 frák.), Sigurður Þorvaldsson 17, Martins Berkis 14, Jeb Ivey 11, Jón Ólafur Jónsson 10, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Emil Þór Jóhansson 7, Egill Egilsson 3, Páll Fannar Helgason 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira