Viðskipti erlent

Aberdeen ræður fyrrum Kaupþingsstjóra í Finnlandi

Pia Michelsson.
Pia Michelsson.
Pia Michelsson hefur verið ráðin sem yfirmaður viðskiptaþróunar í Finnlandi hjá eignaumsýslufélaginu Aberdeen. Pia Michelsson var áður aðstoðarframkvæmdastjóri Kaupthing Bank í Finnlandi.

Í tilkynningu um ráðninguna frá Aberdeen segir að Pia hafi 25 ára starfsreynslu í eignastýringu og þá sérstaklega í Finnlandi. Áður en hún var ráðin til Kaupthing Bank vann hún um 15 ára skeið hjá Credit Agricole Indosuez sem yfirmaður viðskiptaþróunnar í Finnlandi.

Ráðning Piu eru liður í áformum Aberdeen að auka umsvif sín á norrænum mörkuðum. Sem stendur annast Aberdeen um 1,7 milljarða evra virði af eignum fyrir finnska viðskiptavini.

Kristian Najjar yfirmaður viðskiptaþróunar Aberdeen á Norðurlöndunum segir að tilkoma Piu að fyrirtækinu muni styrkja rekstur þess í Finnlandi.

Aberdeen hefur verið skráð í kauphöllina í London frá árinu 1991. Alls starfa hjá því 1.800 manns 24 löndum og eigirnar sem það stýrir nema nú 191,6 milljörðum evra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×