Einlægt sigurlag á leiðinni í útvarp 19. apríl 2010 09:00 Kristmundur er búinn að taka upp sigurlagið fyrir útvarp. fréttablaðið/stefán Kristmundur Axel Kristmundsson og félagar í Borgarholtsskóla sigruðu í Söngkeppni framhaldsskólanna um helgina með laginu Komdu til baka. Lagið vakti gríðarlega athygli, en textinn fjallar á afar einlægan hátt um alkóhólisma föður Kristmundar. Viðbrögð við laginu hafa verið sterk, en að sögn Kristmundar hefur það reynst vel í baráttu föður hans, sem er edrú í dag, við sjúkdóminn. Þá er hann búinn að heyra um að minnsta kosti fjóra alkóhólista sem settu tappann í flöskuna eftir að þeir heyrðu það. „Ég þekki þá ekki einu sinni,“ segir hann. „Ég spilaði það á AA-fundi og það var náungi sem talaði við mig og sagðist ekki hafa drukkið eftir að hann heyrði lagið. Þetta höfðar til svo margra. Það eru margir krakkar búnir að tala við mig segjast kannast við þessa reynslu.“ Lagið hefur raunar vakið svo mikla athygli að nú eru Kristmundur og félagar eru þegar búnir að taka lagið upp í hljóðveri, en útvarpshlustendur mega búast við að heyra lagið á öldum ljósvakans á næstu vikum. Rappheimurinn hefur einnig tekið eftir hæfileikum Kristmundar og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru margir ólmir í að vinna með honum tónlist. Nafn Erps Eyvindarsonar heyrist í því samhengi, en hann ku vera áhugasamur um að taka í hljóðnemann með rapparanum unga í náinni framtíð. - afb Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Kristmundur Axel Kristmundsson og félagar í Borgarholtsskóla sigruðu í Söngkeppni framhaldsskólanna um helgina með laginu Komdu til baka. Lagið vakti gríðarlega athygli, en textinn fjallar á afar einlægan hátt um alkóhólisma föður Kristmundar. Viðbrögð við laginu hafa verið sterk, en að sögn Kristmundar hefur það reynst vel í baráttu föður hans, sem er edrú í dag, við sjúkdóminn. Þá er hann búinn að heyra um að minnsta kosti fjóra alkóhólista sem settu tappann í flöskuna eftir að þeir heyrðu það. „Ég þekki þá ekki einu sinni,“ segir hann. „Ég spilaði það á AA-fundi og það var náungi sem talaði við mig og sagðist ekki hafa drukkið eftir að hann heyrði lagið. Þetta höfðar til svo margra. Það eru margir krakkar búnir að tala við mig segjast kannast við þessa reynslu.“ Lagið hefur raunar vakið svo mikla athygli að nú eru Kristmundur og félagar eru þegar búnir að taka lagið upp í hljóðveri, en útvarpshlustendur mega búast við að heyra lagið á öldum ljósvakans á næstu vikum. Rappheimurinn hefur einnig tekið eftir hæfileikum Kristmundar og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru margir ólmir í að vinna með honum tónlist. Nafn Erps Eyvindarsonar heyrist í því samhengi, en hann ku vera áhugasamur um að taka í hljóðnemann með rapparanum unga í náinni framtíð. - afb
Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“