Hrafn Kristjánsson: Ekkert víst að manni yrði boðið þetta aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2010 17:00 Hrafn Kristjánsson, nýr þjálfari karlaliðs KR. Mynd/Anton Hrafn Kristjánsson hefur tekið við þjálfun karlaliðs KR í Iceland Express deildinni í körfubolta en Hrafn hafði áður tekið að sér að þjálfara kvennaliðið sem varð Íslandsmeistari í vor. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er meira en að segja það. Ég treysti mér alveg í þetta því ég er með gott fólk á bak við mig. Ég verð að nýta mér daginn vel því þetta þýðir það jafnframt að ég er ekki í eiginlegri dagvinnu. Það verða einstaklingsæfingar og sideline organizer á daginn," sagði Hrafn í viðtalið við Vísi í dag. „Það er bara þannig að ef manni er boðið þetta starf en hafnar því þá er ekkert víst að manni yrði boðið þetta aftur. Þetta er eitt af þeim störfum sem maður stefnir á þegar maður byrjar að mennta sig og tekur þá ákvörðun að verða atvinnuþjálfari," segir Hrafn. KR-ingar hafa verið að leita að þjálfara í allt sumar og eru langsíðastir til að ráða þjálfara á meistaraflokk af liðunum í Iceland Express deildinni. „Það má alveg færa rök fyrir því að ég sér að fara bakdyramegin þarna inn en ég get ekki haft áhyggjur af því. Það var alltaf greinilegur vilji hjá þeim að ráða einhvern innanbúðar innan gæsalappa og eftir að það gekk ekki upp með Victor þá snéru þeir sér að næstu kostum í stöðunni," segir Hrafn. Þeir þjálfarar sem þjálfuðu karla og kvennalið á síðasta tímabili fengu enga sérmeðferð hjá Körfuknattleikssambandinu og lentu meira segja í því að þurfa að velja á milli liða sinna þegar þau voru að spila á saman tíma. Hrafn hefur ekkik áhyggjur af því. „Ég leggst yfir þetta núna og fer yfir leikjaniðurröðun og það allt saman. Það verður að vera á hreinu frá upphafi hvernig þau mál verða tækluð," segir Hrafn sem er kominn með aðstoðarmann. „Ég er með Baldur Inga Jónasson með mér sem mína hægri hönd. Það er kannski of snemmt að lýsa því yfir að hann verði með báðum liðum en hann kom upphaflega inn sem aðstoðarþjálfari hjá kvennaliðinu og tenging á milli yngri flokka starfsins og kvennaliðsins. Það er stefnt að því að hann færi út aðeins sitt starfsvið. Ég verð líka með Pál Kolbeinsson með mér karlamegin," segir Hrafn. „Þetta er mjög verðugt verkefni og verður skemmtilegt. Þó svo að það komi upp einhverjir tímar þar sem að þetta skarist þá held ég að það eigi eftir að ganga upp. Ekki endilega af því að ég láti það ganga upp heldur þeir leikmenn sem ég hef hafa gert þetta allt áður. Þeir eru með hausinn á réttum stað," segir Hrafn en fyrirliði karlaliðsins, Fannar Ólafsson, lýsti því yfir á dögunum að KR-liðið ætlaði að vinna alla titla á næsta tímabili. „Markmiðið er klárlega það að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann eins og það á alltaf að vera hjá KR. Við skulum bara segja það að Fannar hafi haft fullan rétt á því að lýsa þessum markmiðum yfir," segir Hrafn og hann leggur áherslu á að nýtt fyrirkomulag mun ekkert koma niður á kvennaliðinu. „Það var alltaf á hreinu og ég er ekki að láta þetta kvennalið frá mér eða láta þær eitthvað sitja á hakanum. Þær eru ástæða þess að ég kom inn í félagið og þær eru búnar að blása svolitlu lífi í mig sem þjálfara bara með dugnaði sínum og krafti og hvernig þær nálgast íþróttina. Ég er alltaf hundrað prósent skuldbundinn því verkefni að þjálfa kvennaliðið þó svo að þessar breytingar hafi orðið," sagði Hrafn að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Sjá meira
Hrafn Kristjánsson hefur tekið við þjálfun karlaliðs KR í Iceland Express deildinni í körfubolta en Hrafn hafði áður tekið að sér að þjálfara kvennaliðið sem varð Íslandsmeistari í vor. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er meira en að segja það. Ég treysti mér alveg í þetta því ég er með gott fólk á bak við mig. Ég verð að nýta mér daginn vel því þetta þýðir það jafnframt að ég er ekki í eiginlegri dagvinnu. Það verða einstaklingsæfingar og sideline organizer á daginn," sagði Hrafn í viðtalið við Vísi í dag. „Það er bara þannig að ef manni er boðið þetta starf en hafnar því þá er ekkert víst að manni yrði boðið þetta aftur. Þetta er eitt af þeim störfum sem maður stefnir á þegar maður byrjar að mennta sig og tekur þá ákvörðun að verða atvinnuþjálfari," segir Hrafn. KR-ingar hafa verið að leita að þjálfara í allt sumar og eru langsíðastir til að ráða þjálfara á meistaraflokk af liðunum í Iceland Express deildinni. „Það má alveg færa rök fyrir því að ég sér að fara bakdyramegin þarna inn en ég get ekki haft áhyggjur af því. Það var alltaf greinilegur vilji hjá þeim að ráða einhvern innanbúðar innan gæsalappa og eftir að það gekk ekki upp með Victor þá snéru þeir sér að næstu kostum í stöðunni," segir Hrafn. Þeir þjálfarar sem þjálfuðu karla og kvennalið á síðasta tímabili fengu enga sérmeðferð hjá Körfuknattleikssambandinu og lentu meira segja í því að þurfa að velja á milli liða sinna þegar þau voru að spila á saman tíma. Hrafn hefur ekkik áhyggjur af því. „Ég leggst yfir þetta núna og fer yfir leikjaniðurröðun og það allt saman. Það verður að vera á hreinu frá upphafi hvernig þau mál verða tækluð," segir Hrafn sem er kominn með aðstoðarmann. „Ég er með Baldur Inga Jónasson með mér sem mína hægri hönd. Það er kannski of snemmt að lýsa því yfir að hann verði með báðum liðum en hann kom upphaflega inn sem aðstoðarþjálfari hjá kvennaliðinu og tenging á milli yngri flokka starfsins og kvennaliðsins. Það er stefnt að því að hann færi út aðeins sitt starfsvið. Ég verð líka með Pál Kolbeinsson með mér karlamegin," segir Hrafn. „Þetta er mjög verðugt verkefni og verður skemmtilegt. Þó svo að það komi upp einhverjir tímar þar sem að þetta skarist þá held ég að það eigi eftir að ganga upp. Ekki endilega af því að ég láti það ganga upp heldur þeir leikmenn sem ég hef hafa gert þetta allt áður. Þeir eru með hausinn á réttum stað," segir Hrafn en fyrirliði karlaliðsins, Fannar Ólafsson, lýsti því yfir á dögunum að KR-liðið ætlaði að vinna alla titla á næsta tímabili. „Markmiðið er klárlega það að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann eins og það á alltaf að vera hjá KR. Við skulum bara segja það að Fannar hafi haft fullan rétt á því að lýsa þessum markmiðum yfir," segir Hrafn og hann leggur áherslu á að nýtt fyrirkomulag mun ekkert koma niður á kvennaliðinu. „Það var alltaf á hreinu og ég er ekki að láta þetta kvennalið frá mér eða láta þær eitthvað sitja á hakanum. Þær eru ástæða þess að ég kom inn í félagið og þær eru búnar að blása svolitlu lífi í mig sem þjálfara bara með dugnaði sínum og krafti og hvernig þær nálgast íþróttina. Ég er alltaf hundrað prósent skuldbundinn því verkefni að þjálfa kvennaliðið þó svo að þessar breytingar hafi orðið," sagði Hrafn að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum