Fæðing Krists er mikilvægasti atburður sögunnar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 24. desember 2010 06:00 Fæðingu Jesú Krists í Betlehem fyrir rúmum tveimur árþúsundum má kalla mikilvægasta atburð mannkynssögunnar, enda miðum við tímatal okkar við hann. Kristindómurinn hefur skipt meira máli en nokkur önnur trúarbrögð eða hugmyndafræði. Heimsveldi þess tíma er Kristur fæddist, Rómaveldi, er löngu liðið undir lok, svo og fjöldamörg önnur ríki sem síðan hafa kallað sig heimsveldi, en kristindóminn aðhyllist nú þriðjungur mannkynsins, um 2,2 milljarðar manna um allan heim. Það eru fleiri en nokkru sinni hafa heyrt undir nokkurn jarðneskan kóng eða keisara. Ein ástæða þess að kristin trú hefur náð slíkri útbreiðslu er áhrifamáttur þeirrar einföldu sögu, sem flutt verður af prédikunarstólnum í kirkjum landsins í kvöld. „Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum; því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs,“ var boðskapur engilsins sem birtist fjárhirðunum á Betlehemsvöllum. Jólaguðspjallið undirstrikar rækilega að fagnaðarerindinu er beint til allra. Fyrstu móttakendur þess voru ekki fyrirmenni heldur fjárhirðar í haganum. Frelsarinn var lítið, bjargarlaust barn og foreldrarnir alþýðufólk, sem hafði komið að lokuðum dyrum í gistihúsum bæjarins. Enginn hefur hins vegar markað dýpri spor í söguna en sá sem var nýfæddur lagður í heyið. Boðskapur Krists hefur mótað heimssöguna í tvö þúsund ár og Íslandssöguna í meira en árþúsund. Við þurfum ekki annað en að horfa á ytri tákn íslenzks þjóðernis; krossfánann, skjaldarmerkið og þjóðsönginn sem upphaflega var kallaður „Lofsöngur“ til að átta okkur á að Ísland er að uppistöðu kristið samfélag. Kristin gildi móta sömuleiðis alla okkar menningu og hefðir, lífsviðhorf og hugsunarhátt. Sjaldan er þetta skýrara en á jólahátíðinni, sem nú má kalla hátíðahöld í heilan mánuð á dimmustu dögum ársins. Ef fagnaðarerindið um fæðingu Krists væri tekið út úr myndinni væri allt tilstandið tilgangslaust, óskiljanlegt og hlægilegt. Fögnuðurinn yfir fæðingu frelsarans er það sem stendur á bak við jólaskapið, þessa þykku, hlýju tilfinningu samansoðna úr náungakærleika, gjafmildi, þakklæti, friðsemd og fastheldni við hefðir samfélags og fjölskyldna. Ef fæðing Krists er tekin út úr myndinni vitum við ekki hver við erum eða hvaðan margt það bezta, fegursta og lífseigasta í menningu okkar, þjóðlífi og fjölskyldulífi er upprunnið. Kirkjan, umboðsskrifstofa Krists í veröldinni, kann að vera ófullkomin og full af mannlegum misskilningi og breyzkum þjónum en kjarni, grundvöllur og uppruni trúarbragða okkar stendur óhaggaður. Það er þessi kjarni, jólaboðskapurinn, sem við fögnum í kvöld. Vonandi eiga sem allra flestir sína hlutdeild í þeim fögnuði. Gleðileg jól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Fæðingu Jesú Krists í Betlehem fyrir rúmum tveimur árþúsundum má kalla mikilvægasta atburð mannkynssögunnar, enda miðum við tímatal okkar við hann. Kristindómurinn hefur skipt meira máli en nokkur önnur trúarbrögð eða hugmyndafræði. Heimsveldi þess tíma er Kristur fæddist, Rómaveldi, er löngu liðið undir lok, svo og fjöldamörg önnur ríki sem síðan hafa kallað sig heimsveldi, en kristindóminn aðhyllist nú þriðjungur mannkynsins, um 2,2 milljarðar manna um allan heim. Það eru fleiri en nokkru sinni hafa heyrt undir nokkurn jarðneskan kóng eða keisara. Ein ástæða þess að kristin trú hefur náð slíkri útbreiðslu er áhrifamáttur þeirrar einföldu sögu, sem flutt verður af prédikunarstólnum í kirkjum landsins í kvöld. „Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum; því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs,“ var boðskapur engilsins sem birtist fjárhirðunum á Betlehemsvöllum. Jólaguðspjallið undirstrikar rækilega að fagnaðarerindinu er beint til allra. Fyrstu móttakendur þess voru ekki fyrirmenni heldur fjárhirðar í haganum. Frelsarinn var lítið, bjargarlaust barn og foreldrarnir alþýðufólk, sem hafði komið að lokuðum dyrum í gistihúsum bæjarins. Enginn hefur hins vegar markað dýpri spor í söguna en sá sem var nýfæddur lagður í heyið. Boðskapur Krists hefur mótað heimssöguna í tvö þúsund ár og Íslandssöguna í meira en árþúsund. Við þurfum ekki annað en að horfa á ytri tákn íslenzks þjóðernis; krossfánann, skjaldarmerkið og þjóðsönginn sem upphaflega var kallaður „Lofsöngur“ til að átta okkur á að Ísland er að uppistöðu kristið samfélag. Kristin gildi móta sömuleiðis alla okkar menningu og hefðir, lífsviðhorf og hugsunarhátt. Sjaldan er þetta skýrara en á jólahátíðinni, sem nú má kalla hátíðahöld í heilan mánuð á dimmustu dögum ársins. Ef fagnaðarerindið um fæðingu Krists væri tekið út úr myndinni væri allt tilstandið tilgangslaust, óskiljanlegt og hlægilegt. Fögnuðurinn yfir fæðingu frelsarans er það sem stendur á bak við jólaskapið, þessa þykku, hlýju tilfinningu samansoðna úr náungakærleika, gjafmildi, þakklæti, friðsemd og fastheldni við hefðir samfélags og fjölskyldna. Ef fæðing Krists er tekin út úr myndinni vitum við ekki hver við erum eða hvaðan margt það bezta, fegursta og lífseigasta í menningu okkar, þjóðlífi og fjölskyldulífi er upprunnið. Kirkjan, umboðsskrifstofa Krists í veröldinni, kann að vera ófullkomin og full af mannlegum misskilningi og breyzkum þjónum en kjarni, grundvöllur og uppruni trúarbragða okkar stendur óhaggaður. Það er þessi kjarni, jólaboðskapurinn, sem við fögnum í kvöld. Vonandi eiga sem allra flestir sína hlutdeild í þeim fögnuði. Gleðileg jól!
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun