Alonso vill vera framar en Hamilton á Hockenheim 23. júlí 2010 16:24 Fernando Alonso og Lewis Hamilton hafa marga hildina háð. Bæði sem keppinautar hjá ólíkum liðum og með McLaren 2007. Nú ekur Alonso Ferrari og Hamilton er enn hjá McLaren. Mynd: Getty Images Fljótasti ökumaður æfinga á Formúlu 1 brautinni á Hockenheim í Þýskaland var Fernando Alonso frá Spáni. Hann varð aðeins 0.029 sekúndum á undan heimamanninum Sebastian Vettel. "Æfingar föstudags gefa ekki rétt mynd af stöðu okkar og þessi föstudagur var enn sérkennilegri útaf veðrinu og aðstæðum á brautinni", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Hann var þó ánægður að vera á undan Red Bull bílum Vettels og Mark Webber. Sá bíll er talinn sá fljótasti á brautunum í dag. "Við prófuðum allt sem við vildum prófa og skoðum svo tölvugögnin. En við vitum ekki hve samkeppnisfærir við erum fyrr en á morgun. Ég held að ráslínan breytist ekki mikið frá Silverstone, þannig að Red Bull og McLaren verða ofarlega." Alonso er fimmti í stigamótinu á 47 stigum á eftir Lewis Hamilton sem hlekktist á í dag á fyrri æfingunni og gat lítið ekið á þeirri seinni. "Ég verð að reyna ljúka keppni fyrir framan forystumanninn, svo að bilið aukist ekki. Í dag er það McLaren ökumaður og við verðum því að vera á undan þeim. Ef Red Bull menn eru efstir næst, þá verðum við að klára á undan þeim og svo koll af kolli. Við verðum að gera betur á seinni hluta tímabilsins", sagði Alonso, en keppnistímabilið er liðlega hálfnað. Sýnt er frá æfingum keppnisliða í dag á Stöð 2 Sport kl. 19.30 í kvöld. Lokæfing er kl. 8.55 í fyrramákið oig tímatakan í opinni dagskrá kl. 11.45, en kappaksturinn á sunnudag kl. 11.30. Að honum loknum er Endamarkið, en kappaksturinn er í opinni dagskrá en Endmarkið í læstri. Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fljótasti ökumaður æfinga á Formúlu 1 brautinni á Hockenheim í Þýskaland var Fernando Alonso frá Spáni. Hann varð aðeins 0.029 sekúndum á undan heimamanninum Sebastian Vettel. "Æfingar föstudags gefa ekki rétt mynd af stöðu okkar og þessi föstudagur var enn sérkennilegri útaf veðrinu og aðstæðum á brautinni", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Hann var þó ánægður að vera á undan Red Bull bílum Vettels og Mark Webber. Sá bíll er talinn sá fljótasti á brautunum í dag. "Við prófuðum allt sem við vildum prófa og skoðum svo tölvugögnin. En við vitum ekki hve samkeppnisfærir við erum fyrr en á morgun. Ég held að ráslínan breytist ekki mikið frá Silverstone, þannig að Red Bull og McLaren verða ofarlega." Alonso er fimmti í stigamótinu á 47 stigum á eftir Lewis Hamilton sem hlekktist á í dag á fyrri æfingunni og gat lítið ekið á þeirri seinni. "Ég verð að reyna ljúka keppni fyrir framan forystumanninn, svo að bilið aukist ekki. Í dag er það McLaren ökumaður og við verðum því að vera á undan þeim. Ef Red Bull menn eru efstir næst, þá verðum við að klára á undan þeim og svo koll af kolli. Við verðum að gera betur á seinni hluta tímabilsins", sagði Alonso, en keppnistímabilið er liðlega hálfnað. Sýnt er frá æfingum keppnisliða í dag á Stöð 2 Sport kl. 19.30 í kvöld. Lokæfing er kl. 8.55 í fyrramákið oig tímatakan í opinni dagskrá kl. 11.45, en kappaksturinn á sunnudag kl. 11.30. Að honum loknum er Endamarkið, en kappaksturinn er í opinni dagskrá en Endmarkið í læstri.
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira