Alonso vill vera framar en Hamilton á Hockenheim 23. júlí 2010 16:24 Fernando Alonso og Lewis Hamilton hafa marga hildina háð. Bæði sem keppinautar hjá ólíkum liðum og með McLaren 2007. Nú ekur Alonso Ferrari og Hamilton er enn hjá McLaren. Mynd: Getty Images Fljótasti ökumaður æfinga á Formúlu 1 brautinni á Hockenheim í Þýskaland var Fernando Alonso frá Spáni. Hann varð aðeins 0.029 sekúndum á undan heimamanninum Sebastian Vettel. "Æfingar föstudags gefa ekki rétt mynd af stöðu okkar og þessi föstudagur var enn sérkennilegri útaf veðrinu og aðstæðum á brautinni", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Hann var þó ánægður að vera á undan Red Bull bílum Vettels og Mark Webber. Sá bíll er talinn sá fljótasti á brautunum í dag. "Við prófuðum allt sem við vildum prófa og skoðum svo tölvugögnin. En við vitum ekki hve samkeppnisfærir við erum fyrr en á morgun. Ég held að ráslínan breytist ekki mikið frá Silverstone, þannig að Red Bull og McLaren verða ofarlega." Alonso er fimmti í stigamótinu á 47 stigum á eftir Lewis Hamilton sem hlekktist á í dag á fyrri æfingunni og gat lítið ekið á þeirri seinni. "Ég verð að reyna ljúka keppni fyrir framan forystumanninn, svo að bilið aukist ekki. Í dag er það McLaren ökumaður og við verðum því að vera á undan þeim. Ef Red Bull menn eru efstir næst, þá verðum við að klára á undan þeim og svo koll af kolli. Við verðum að gera betur á seinni hluta tímabilsins", sagði Alonso, en keppnistímabilið er liðlega hálfnað. Sýnt er frá æfingum keppnisliða í dag á Stöð 2 Sport kl. 19.30 í kvöld. Lokæfing er kl. 8.55 í fyrramákið oig tímatakan í opinni dagskrá kl. 11.45, en kappaksturinn á sunnudag kl. 11.30. Að honum loknum er Endamarkið, en kappaksturinn er í opinni dagskrá en Endmarkið í læstri. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fljótasti ökumaður æfinga á Formúlu 1 brautinni á Hockenheim í Þýskaland var Fernando Alonso frá Spáni. Hann varð aðeins 0.029 sekúndum á undan heimamanninum Sebastian Vettel. "Æfingar föstudags gefa ekki rétt mynd af stöðu okkar og þessi föstudagur var enn sérkennilegri útaf veðrinu og aðstæðum á brautinni", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Hann var þó ánægður að vera á undan Red Bull bílum Vettels og Mark Webber. Sá bíll er talinn sá fljótasti á brautunum í dag. "Við prófuðum allt sem við vildum prófa og skoðum svo tölvugögnin. En við vitum ekki hve samkeppnisfærir við erum fyrr en á morgun. Ég held að ráslínan breytist ekki mikið frá Silverstone, þannig að Red Bull og McLaren verða ofarlega." Alonso er fimmti í stigamótinu á 47 stigum á eftir Lewis Hamilton sem hlekktist á í dag á fyrri æfingunni og gat lítið ekið á þeirri seinni. "Ég verð að reyna ljúka keppni fyrir framan forystumanninn, svo að bilið aukist ekki. Í dag er það McLaren ökumaður og við verðum því að vera á undan þeim. Ef Red Bull menn eru efstir næst, þá verðum við að klára á undan þeim og svo koll af kolli. Við verðum að gera betur á seinni hluta tímabilsins", sagði Alonso, en keppnistímabilið er liðlega hálfnað. Sýnt er frá æfingum keppnisliða í dag á Stöð 2 Sport kl. 19.30 í kvöld. Lokæfing er kl. 8.55 í fyrramákið oig tímatakan í opinni dagskrá kl. 11.45, en kappaksturinn á sunnudag kl. 11.30. Að honum loknum er Endamarkið, en kappaksturinn er í opinni dagskrá en Endmarkið í læstri.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira