Button sæll með McLaren sigur 28. mars 2010 14:09 Jessica Mishibata, kærasta Jenson Button fagnaði honum í Melbourne í morgun eftir sigurinn. Mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button var kampakátur með sigurinn í Formúlu 1 mótinu í Melbourne í dag. Hann fagnaði liðsmönnum sínum vel og kærustu sinni sem var á staðnum, en Button gekk til liðs við McLaren í vetur og fagnar því sigri í öðru mótinu með liðinu. "Þetta hefur gefið okkur ákveðna stefnu. Við erum hungraðir í sigur og þessi er bara forsmekkurinn að því sem koma skal, þegar við höfum gert smá endurbætur á bílnum", sagði Button eftir keppnina í spjalli á vefsíðu Autosport. "Við höfum tekið skref fram á við, en erum ekki nógu fljótir enn sem komið er. Við viljum vera enn fljótari. Það er frábært að vinna með þann búnað sem við höfum og þetta er eitthvað til að byggja á." "Mér hefur verið vel tekið af McLaren og átti kannski von á því að þetta yrði snúnara en raunin er. Það hefur tekið mig tíma að venjast bílnum, frekar en liðinu, en ég er hamingjusamur. Þessi sigur hefði ekki orðið ef ég væri ekki ánægður um borð." Button ákvað að skipta yfir til McLaren frá meistaraliði Brawn og var mörgum spurn hvort hann stæðist Hamilton snúning. Það hefur nú reynst raunin og ákvörðun hans að skipta fyrstur allra á þurrdekk á blautri braut reyndist happadrjúg. "Í mínum huga var þetta nauðsynlegt, ég var að missa sæti hring eftir hring (á regndekkjum). Vanalega nýt ég mín við slíkar aðstæður, ég hafði ekki rétt jafnvægi og uppstillingu. Ég gerði ráð fyrir að enda í 6-8 sæti. Dekkin virtust vera skemmast og ég afréð því að skipta. Eftir 7-8 hringi var ég farinn að hugsa að þetta gæti endað með grát og gnístran tanna. En svo gætti ég þess að fara vel með dekkin, þannig að þau kæmu vel út í síðustu 20 hringjunum." "Aðstæðurnar voru með okkur að þessu sinni og við tókum réttar ákvarðanir á réttum tíma. Ég er mjög, mjög glaður. Liðið hefur unnið vel og við skemmtum okkur í kvöld. Þetta er sérstakur dagur í mínum huga", sagði Button. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Bretinn Jenson Button var kampakátur með sigurinn í Formúlu 1 mótinu í Melbourne í dag. Hann fagnaði liðsmönnum sínum vel og kærustu sinni sem var á staðnum, en Button gekk til liðs við McLaren í vetur og fagnar því sigri í öðru mótinu með liðinu. "Þetta hefur gefið okkur ákveðna stefnu. Við erum hungraðir í sigur og þessi er bara forsmekkurinn að því sem koma skal, þegar við höfum gert smá endurbætur á bílnum", sagði Button eftir keppnina í spjalli á vefsíðu Autosport. "Við höfum tekið skref fram á við, en erum ekki nógu fljótir enn sem komið er. Við viljum vera enn fljótari. Það er frábært að vinna með þann búnað sem við höfum og þetta er eitthvað til að byggja á." "Mér hefur verið vel tekið af McLaren og átti kannski von á því að þetta yrði snúnara en raunin er. Það hefur tekið mig tíma að venjast bílnum, frekar en liðinu, en ég er hamingjusamur. Þessi sigur hefði ekki orðið ef ég væri ekki ánægður um borð." Button ákvað að skipta yfir til McLaren frá meistaraliði Brawn og var mörgum spurn hvort hann stæðist Hamilton snúning. Það hefur nú reynst raunin og ákvörðun hans að skipta fyrstur allra á þurrdekk á blautri braut reyndist happadrjúg. "Í mínum huga var þetta nauðsynlegt, ég var að missa sæti hring eftir hring (á regndekkjum). Vanalega nýt ég mín við slíkar aðstæður, ég hafði ekki rétt jafnvægi og uppstillingu. Ég gerði ráð fyrir að enda í 6-8 sæti. Dekkin virtust vera skemmast og ég afréð því að skipta. Eftir 7-8 hringi var ég farinn að hugsa að þetta gæti endað með grát og gnístran tanna. En svo gætti ég þess að fara vel með dekkin, þannig að þau kæmu vel út í síðustu 20 hringjunum." "Aðstæðurnar voru með okkur að þessu sinni og við tókum réttar ákvarðanir á réttum tíma. Ég er mjög, mjög glaður. Liðið hefur unnið vel og við skemmtum okkur í kvöld. Þetta er sérstakur dagur í mínum huga", sagði Button.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira