300 milljónir í kassann hjá Björgvini og Frostrósum 2. desember 2010 06:00 Mögnuð eftirspurn 39 þúsund Íslendingar ætla annað hvort að fara á Frostrósir eða Jólagesti Björgvins Halldórssonar. Miðasalan nemur þrjú hundruð milljónum íslenskra króna. Frostrósahópurinn lagði af stað í tónleikaferðina í gær.Fréttablaðið/Valli Risarnir í jólatónleikahaldi, Jólagestir Björgvins Halldórssonar og Frostrósir, velta 300 milljónum íslenskra króna í miðasölu þetta árið. Þetta er samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins á tölum frá vefsíðunni midi.is og tónleikahöldurum. Þrjátíu og níu þúsund gestir greiða að meðaltali tæpar átta þúsund krónur inn á 34 tónleika en þessi fjöldi verður að teljast algjört einsdæmi í íslenskri tónleikasögu. Um fjórtán þúsund manns sækja tónleika Björgvins og um 25 þúsund manns ætla að sjá Frostrósir þetta árið, en tónleikaveislan hefst um helgina. Reyndar virðist áhugi á jólatónleikum vera mjög mikill um þessar mundir; það seldist upp á tvenna aðventutónleika Baggalúts fyrir norðan án þess að þeir væru auglýstir að neinu ráði og Sigríður Beinteinsdóttir verður með veglega jólatónleika í Grafarvogskirkju föstudaginn 10. desember sem bætt hefur verið við miðum á vegna mikillar eftirspurnar. Þá má ekki gleyma árlegum Þorláksmessutónleikum Bubba Morthens í Háskólabíói. Og þannig mætti áfram telja. Ísleifur B. Þórhallsson, sem skipuleggur Jólagesti Björgvins, bendir á að þessum tölum verði að taka með fyrirvara. Sumir miðar hafi verið seldir til fyrirtækja með afslætti og þá séu alltaf einhver sæti stök í salnum sökum þess miðakerfis sem stuðst sé við. „En jú, það er rétt, þetta eru ansi margir gestir. Rúmlega tíu prósent af þjóðinni fara á aðra hvora tónleikana.“ Hann segir það jafnframt merkilegt að tónleikaraðirnar tvær virðist aldrei hirða gesti hvor af annarri. „Bilið breikkaði aðeins í fyrra en núna selst upp á ferna jólatónleika hjá okkur og Frostrósum. Okkur finnst stundum eins og tónleikarnir styðji hverjir aðra þótt þeir séu í bullandi samkeppni, það myndast bara einhver stemning. Við höfum heyrt það hjá midi.is að öll önnur miðasala leggist af í smástund þegar opnað sé fyrir sölu á þessa jólatónleika.“ Fréttablaðið tók saman svipaðar tölur góðærisárið mikla árið 2007 og náði miðasalan þá ekki helmingi sölunnar í ár, nam þá 120 milljónum króna. Ísleifur segir það ekkert skrýtið. „Þetta helst í hendur við kreppuna, fólk er ekki að kaupa dýrari bíl, íbúð eða fara til útlanda, það leyfir sér í staðinn að fara á jólatónleika.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Risarnir í jólatónleikahaldi, Jólagestir Björgvins Halldórssonar og Frostrósir, velta 300 milljónum íslenskra króna í miðasölu þetta árið. Þetta er samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins á tölum frá vefsíðunni midi.is og tónleikahöldurum. Þrjátíu og níu þúsund gestir greiða að meðaltali tæpar átta þúsund krónur inn á 34 tónleika en þessi fjöldi verður að teljast algjört einsdæmi í íslenskri tónleikasögu. Um fjórtán þúsund manns sækja tónleika Björgvins og um 25 þúsund manns ætla að sjá Frostrósir þetta árið, en tónleikaveislan hefst um helgina. Reyndar virðist áhugi á jólatónleikum vera mjög mikill um þessar mundir; það seldist upp á tvenna aðventutónleika Baggalúts fyrir norðan án þess að þeir væru auglýstir að neinu ráði og Sigríður Beinteinsdóttir verður með veglega jólatónleika í Grafarvogskirkju föstudaginn 10. desember sem bætt hefur verið við miðum á vegna mikillar eftirspurnar. Þá má ekki gleyma árlegum Þorláksmessutónleikum Bubba Morthens í Háskólabíói. Og þannig mætti áfram telja. Ísleifur B. Þórhallsson, sem skipuleggur Jólagesti Björgvins, bendir á að þessum tölum verði að taka með fyrirvara. Sumir miðar hafi verið seldir til fyrirtækja með afslætti og þá séu alltaf einhver sæti stök í salnum sökum þess miðakerfis sem stuðst sé við. „En jú, það er rétt, þetta eru ansi margir gestir. Rúmlega tíu prósent af þjóðinni fara á aðra hvora tónleikana.“ Hann segir það jafnframt merkilegt að tónleikaraðirnar tvær virðist aldrei hirða gesti hvor af annarri. „Bilið breikkaði aðeins í fyrra en núna selst upp á ferna jólatónleika hjá okkur og Frostrósum. Okkur finnst stundum eins og tónleikarnir styðji hverjir aðra þótt þeir séu í bullandi samkeppni, það myndast bara einhver stemning. Við höfum heyrt það hjá midi.is að öll önnur miðasala leggist af í smástund þegar opnað sé fyrir sölu á þessa jólatónleika.“ Fréttablaðið tók saman svipaðar tölur góðærisárið mikla árið 2007 og náði miðasalan þá ekki helmingi sölunnar í ár, nam þá 120 milljónum króna. Ísleifur segir það ekkert skrýtið. „Þetta helst í hendur við kreppuna, fólk er ekki að kaupa dýrari bíl, íbúð eða fara til útlanda, það leyfir sér í staðinn að fara á jólatónleika.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira