Demantsaugu Deftones 15. apríl 2010 02:30 mættir aftur Deftones sendi síðast frá sér plötu fyrir fjórum árum, en er nú mætt aftur með Diamond Eyes. Hljómsveitin Deftones sendir í maí frá sér plötuna Diamond Eyes. Platan kemur út í skugga hræðilegs bílslyss sem bassaleikari hljómsveitarinnar lenti í fyrir tveimur árum. Diamond Eyes er sjötta hljóðversskífa Deftones og kemur út 4. maí næstkomandi. Platan er unnin ásamt bassaleikaranum Sergio Vega sem gekk til liðs við hljómsveitina eftir að bassaleikarinn Chi Cheng lenti í hörmulegu bílslysi 4. nóvember árið 2008. Cheng er við litla meðvitund í dag, en hann hlaut varanlegan heilaskaða í slysinu og óvíst er hvort hann kemst nokkurn tíma til fullrar meðvitundar. Deftones var langt komin með plötuna Eros þegar Cheng slasaðist og átti hún að koma út árið 2009. Hljómsveitin ákvað að fresta útgáfu plötunnar um óákveðinn tíma þar sem meðlimirnir voru ekki lengur á sama stað og hún í tónlistinni. Þeir vísuðu því á bug að ástand Chengs hefði nokkuð að gera með frestun plötunnar. Þar með hófst vinna við Diamond Eyes. Nýja platan fylgir eftir hinni frábæru Saturday Night Wrist sem kom út árið 2006. Ólíkt flestum fyrri plötum hljómsveitarinnar vildi söngvarinn Chino Moreno flytja jákvæðan boðskap á Diamond Eyes. „Mér finnst ekki skemmtilegt að hlusta á vandamál fólks. Mér finnst tónlist skemmtileg,“ sagði Moreno í viðtali við tónlistartímaritið Spin. „Tónlist hefur verið kæfð í kvörtunum frá því snemma á tíunda áratugnum. Það er orðið þreytt. Ég ákvað að byrja að hlusta á „instrumental“-tónlist í staðinn fyrir að fara algjörlega í öfuga átt og hlusta á tónlist Black Eyed Peas – sem er einfaldlega asnaleg. Ég syng lítið um sjálfan mig á þessari plötu. Ég elska lög sem gera mér kleift að komast hjá því að vera manneskja og leyfa mér að syngja um skrýtna hluti sem tengjast mér ekkert endilega persónulega. Textarnir eiga að mála mynd, þannig texta ólst ég upp við.“ Tónlistarvefurinn Sputnik Music hefur þegar birt dóm um Diamond Eyes og sparar ekki lofið. Platan fær fimm af fimm mögulegum og blaðamaðurinn Nick Greer segir síðustu tvær plötur blikna í samanburði. „Ég hélt að Deftones hefði fullkomnað nýjan hljóm á Saturday Night Wrist þangað til ég heyrði Diamond Eyes,“ segir Greer í dómnum. „Platan fer ekki aðeins hærra í draumkenndu himinhvolfi hljómsveitarinnar, heldur sameinar hún snilldarlega fagurfræðina, frumleikann og hljóminn sem gerði plötuna White Pony svo frábæra. … Ég segi í fullri hreinskilni að Diamond Eyes sé besta plata Deftones til þessa.“ atlifannar@frettablaðið.is Lífið Menning Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
Hljómsveitin Deftones sendir í maí frá sér plötuna Diamond Eyes. Platan kemur út í skugga hræðilegs bílslyss sem bassaleikari hljómsveitarinnar lenti í fyrir tveimur árum. Diamond Eyes er sjötta hljóðversskífa Deftones og kemur út 4. maí næstkomandi. Platan er unnin ásamt bassaleikaranum Sergio Vega sem gekk til liðs við hljómsveitina eftir að bassaleikarinn Chi Cheng lenti í hörmulegu bílslysi 4. nóvember árið 2008. Cheng er við litla meðvitund í dag, en hann hlaut varanlegan heilaskaða í slysinu og óvíst er hvort hann kemst nokkurn tíma til fullrar meðvitundar. Deftones var langt komin með plötuna Eros þegar Cheng slasaðist og átti hún að koma út árið 2009. Hljómsveitin ákvað að fresta útgáfu plötunnar um óákveðinn tíma þar sem meðlimirnir voru ekki lengur á sama stað og hún í tónlistinni. Þeir vísuðu því á bug að ástand Chengs hefði nokkuð að gera með frestun plötunnar. Þar með hófst vinna við Diamond Eyes. Nýja platan fylgir eftir hinni frábæru Saturday Night Wrist sem kom út árið 2006. Ólíkt flestum fyrri plötum hljómsveitarinnar vildi söngvarinn Chino Moreno flytja jákvæðan boðskap á Diamond Eyes. „Mér finnst ekki skemmtilegt að hlusta á vandamál fólks. Mér finnst tónlist skemmtileg,“ sagði Moreno í viðtali við tónlistartímaritið Spin. „Tónlist hefur verið kæfð í kvörtunum frá því snemma á tíunda áratugnum. Það er orðið þreytt. Ég ákvað að byrja að hlusta á „instrumental“-tónlist í staðinn fyrir að fara algjörlega í öfuga átt og hlusta á tónlist Black Eyed Peas – sem er einfaldlega asnaleg. Ég syng lítið um sjálfan mig á þessari plötu. Ég elska lög sem gera mér kleift að komast hjá því að vera manneskja og leyfa mér að syngja um skrýtna hluti sem tengjast mér ekkert endilega persónulega. Textarnir eiga að mála mynd, þannig texta ólst ég upp við.“ Tónlistarvefurinn Sputnik Music hefur þegar birt dóm um Diamond Eyes og sparar ekki lofið. Platan fær fimm af fimm mögulegum og blaðamaðurinn Nick Greer segir síðustu tvær plötur blikna í samanburði. „Ég hélt að Deftones hefði fullkomnað nýjan hljóm á Saturday Night Wrist þangað til ég heyrði Diamond Eyes,“ segir Greer í dómnum. „Platan fer ekki aðeins hærra í draumkenndu himinhvolfi hljómsveitarinnar, heldur sameinar hún snilldarlega fagurfræðina, frumleikann og hljóminn sem gerði plötuna White Pony svo frábæra. … Ég segi í fullri hreinskilni að Diamond Eyes sé besta plata Deftones til þessa.“ atlifannar@frettablaðið.is
Lífið Menning Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira