Webber stefnir sigur í Brasilíu 4. nóvember 2010 15:12 Mark Webber að tjaldabaki í mótinu í Brasilíu eftir að hafa komið fyrstur í mark og tekið á móti verðlaunum sínum. Mynd: Getty Images/Clive Mason Mark Webber hjá Red Bull vann mótið í fyrra á Interlagos brautinni í Brasilíu sem keppt er á um helgina og ef hann vinnur tvö síðustu mót ársins getur hann orðiði heimsmeistari ökumanna í fyrsta skipti á ferlinum. Webber var í 14 stiga forystu í stigamóti ökumanna fyrir síðustu keppni, en gerði afdrifarík mistök í akstri og féll úr leik með laskaðan bíl. Webber er núna 11 stigum á eftir Fernando Alonso í stigamóti ökumanna, en Alonso getur orðið meistari um helgina ef hann nær hagstæðum úrslitum og keppinautar hans skáka honum ekki stigalega séð. Ef Webber sigrar í Brasilíu á sunnudaginn og síðan í lokamótinu í Abu Dhabi um aðra helgi getur hann orðið meistari, sama hvaða árangri Alonso nær og aðrir kappar í titilslagnum eiga þá heldur ekki möguleika. Webber telur mótið í Brasilíu eitt það skemmtilegasta á ári hverju, þar sem góð stemmning er á mótssvæðinu meðal áhorfenda. Fjórir brasilískir Formúlu 1 ökumenn keppa um helgina á Interlagos brautinni. Þetta eru þeir Felipe Massa, Rubens Barrichello, Lucas di Grassi og Bruno Senna. "Brasílumenn eru áhugasamnir um akstursíþróttir og hafa átt marga meistara gegnum tíðina. Ég á auðvitað góðar minningar frá keppninni í fyrra. Það var skemmtilegt mót að vinna og ég mun augljóslega reyna að ná öðrum sigri í ár. Við verðum að ná sem bestum úrslitum á lokasprettinum", sagði Webber í tilkynningu frá Red Bull liðinu á f1.com. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull vann mótið í fyrra á Interlagos brautinni í Brasilíu sem keppt er á um helgina og ef hann vinnur tvö síðustu mót ársins getur hann orðiði heimsmeistari ökumanna í fyrsta skipti á ferlinum. Webber var í 14 stiga forystu í stigamóti ökumanna fyrir síðustu keppni, en gerði afdrifarík mistök í akstri og féll úr leik með laskaðan bíl. Webber er núna 11 stigum á eftir Fernando Alonso í stigamóti ökumanna, en Alonso getur orðið meistari um helgina ef hann nær hagstæðum úrslitum og keppinautar hans skáka honum ekki stigalega séð. Ef Webber sigrar í Brasilíu á sunnudaginn og síðan í lokamótinu í Abu Dhabi um aðra helgi getur hann orðið meistari, sama hvaða árangri Alonso nær og aðrir kappar í titilslagnum eiga þá heldur ekki möguleika. Webber telur mótið í Brasilíu eitt það skemmtilegasta á ári hverju, þar sem góð stemmning er á mótssvæðinu meðal áhorfenda. Fjórir brasilískir Formúlu 1 ökumenn keppa um helgina á Interlagos brautinni. Þetta eru þeir Felipe Massa, Rubens Barrichello, Lucas di Grassi og Bruno Senna. "Brasílumenn eru áhugasamnir um akstursíþróttir og hafa átt marga meistara gegnum tíðina. Ég á auðvitað góðar minningar frá keppninni í fyrra. Það var skemmtilegt mót að vinna og ég mun augljóslega reyna að ná öðrum sigri í ár. Við verðum að ná sem bestum úrslitum á lokasprettinum", sagði Webber í tilkynningu frá Red Bull liðinu á f1.com.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira