Umfjöllun: KR-ingar kláruðu Fjölnismenn undir lokin Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 24. október 2010 20:55 Mynd/Vilhelm KR sigraði Fjölni, 93-77, er liðin áttust við í fjórðu umferð Iceland-Express deildarinnar í körfubolta en leikurinn fór fram í DHL-höllinni. Ben Stywall áttu fyrstu sex stigin fyrir gestina og lét vita að hann væri mættur í Vesturbæinn á meðan að KR-ingar reyndu að vakna og byrja leikinn. Heimamenn voru ekki lengi að vakna og tóku fljótt leikinn í sínar hendur með Brynjar Þór Björnsson sjóðheitann fyrir utan en hann setti niður þriggja stiga körfurnar í röðum og bauð gestina velkomna í DHL-höllina. Gestirnir svöruðu þó og bæði lið börðust af mikilli grimmd. Staðan eftir fyrsta leikhluta var, 26-22. Baráttuglaðir Fjölnismenn gáfu heimamönnum ekkert eftir í öðrum leikhluta og áttu margar glæsilegar sóknir. Fjölnir komst svo loks yfir í fyrsta skipti í leiknum síðan á upphafssekúndunum þegar að annar leikhluti var tæplega hálfnaður en staðan var þá, 35-37, Fjölni í vil. Heimamenn tóku leikhlé til að fara yfir stöðuna því þeir virust ekki hafa nein svör við þessari orku gestanna. Fjölnir leiddi í hálfleik 43-47 og ljóst að framundan var mikil barátta en heimamenn löbbuðu þungir á svip til búningsherbergja. Þungi svipurinn á heimamönnum var lengi úr andlitum þeirra en Fjölnismenn mættu með sömu baráttu og spilagleði út í síðari hlutann. KR-ingar komust loks í takt við leikinn á ný og leiddu fyrir loka leikhlutann með fjórum stigum, 64-60. Það kom að því að liðin skildust að en KR-ingar reyndust sterkari í fjórða leikhlutanum og silgdu sigrinum í land eftir ansi erfiðan róður í kvöld. Fjölnismenn gáfu lítið sem ekkert eftir allan leikinn en virtust því miður vera einu númeri minna en KR-ingarnir undir lok leiks og þurftu að horfa á eftir sigrinum til heimamanna eftir fína frammistöðu. Lokatölur í Vesturbænum, 93-77, og héldu því heimamenn sáttir heim á leið eftir hamborgara og sigur í DHL-höllinni. Í liði heimamanna var Finnur Atli Magnússon stigahæstur með 19 stig en í liði Fjölnis var það Ægir Þór Steinarsson með 14 stig. KR-Fjölnir 93-77,(26-22), (43-47), (64-60), (93-77) KR: Finnur Atli Magnússon 19/10 fráköst, Marcus Walker 17/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 15/11 fráköst/11 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 14/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 9, Fannar Ólafsson 8/8 fráköst, Hreggviður Magnússon 4, Jón Orri Kristjánsson 3/7 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 2, Martin Hermannsson 2. Fjölnir: Ægir Þór Steinarsson 14/5 fráköst/12 stoðsendingar/5 stolnir, Tómas Heiðar Tómasson 13/5 fráköst, Ben Stywall 10/8 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 9, Trausti Eiríksson 8/7 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 7/5 fráköst, Sindri Kárason 5, Hjalti Vilhjálmsson 4, Sigurður Þórarinsson 4, Einar Þórmundsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira
KR sigraði Fjölni, 93-77, er liðin áttust við í fjórðu umferð Iceland-Express deildarinnar í körfubolta en leikurinn fór fram í DHL-höllinni. Ben Stywall áttu fyrstu sex stigin fyrir gestina og lét vita að hann væri mættur í Vesturbæinn á meðan að KR-ingar reyndu að vakna og byrja leikinn. Heimamenn voru ekki lengi að vakna og tóku fljótt leikinn í sínar hendur með Brynjar Þór Björnsson sjóðheitann fyrir utan en hann setti niður þriggja stiga körfurnar í röðum og bauð gestina velkomna í DHL-höllina. Gestirnir svöruðu þó og bæði lið börðust af mikilli grimmd. Staðan eftir fyrsta leikhluta var, 26-22. Baráttuglaðir Fjölnismenn gáfu heimamönnum ekkert eftir í öðrum leikhluta og áttu margar glæsilegar sóknir. Fjölnir komst svo loks yfir í fyrsta skipti í leiknum síðan á upphafssekúndunum þegar að annar leikhluti var tæplega hálfnaður en staðan var þá, 35-37, Fjölni í vil. Heimamenn tóku leikhlé til að fara yfir stöðuna því þeir virust ekki hafa nein svör við þessari orku gestanna. Fjölnir leiddi í hálfleik 43-47 og ljóst að framundan var mikil barátta en heimamenn löbbuðu þungir á svip til búningsherbergja. Þungi svipurinn á heimamönnum var lengi úr andlitum þeirra en Fjölnismenn mættu með sömu baráttu og spilagleði út í síðari hlutann. KR-ingar komust loks í takt við leikinn á ný og leiddu fyrir loka leikhlutann með fjórum stigum, 64-60. Það kom að því að liðin skildust að en KR-ingar reyndust sterkari í fjórða leikhlutanum og silgdu sigrinum í land eftir ansi erfiðan róður í kvöld. Fjölnismenn gáfu lítið sem ekkert eftir allan leikinn en virtust því miður vera einu númeri minna en KR-ingarnir undir lok leiks og þurftu að horfa á eftir sigrinum til heimamanna eftir fína frammistöðu. Lokatölur í Vesturbænum, 93-77, og héldu því heimamenn sáttir heim á leið eftir hamborgara og sigur í DHL-höllinni. Í liði heimamanna var Finnur Atli Magnússon stigahæstur með 19 stig en í liði Fjölnis var það Ægir Þór Steinarsson með 14 stig. KR-Fjölnir 93-77,(26-22), (43-47), (64-60), (93-77) KR: Finnur Atli Magnússon 19/10 fráköst, Marcus Walker 17/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 15/11 fráköst/11 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 14/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 9, Fannar Ólafsson 8/8 fráköst, Hreggviður Magnússon 4, Jón Orri Kristjánsson 3/7 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 2, Martin Hermannsson 2. Fjölnir: Ægir Þór Steinarsson 14/5 fráköst/12 stoðsendingar/5 stolnir, Tómas Heiðar Tómasson 13/5 fráköst, Ben Stywall 10/8 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 9, Trausti Eiríksson 8/7 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 7/5 fráköst, Sindri Kárason 5, Hjalti Vilhjálmsson 4, Sigurður Þórarinsson 4, Einar Þórmundsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira