Emilíana Torrini syngur í kokteilboði 23. apríl 2010 03:00 Emilíana Torrini mun syngja í kokteilboði hjá framleiðandanum Lanette Phillips í Los Angeles. fréttablaðið/gva Kynningarpartí fyrir íslenska tónlist verður haldið annað árið í röð á laugardaginn á heimili Lanette Phillips, eins virtasta framleiðanda tónlistarmyndbanda í heiminum, í Los Angeles. Í fyrra var það Jónsi úr Sigur Rós sem var hálfgerður fulltrúi íslenskrar tónlistar í partíinu en í þetta sinn mun Emilíana Torrini sinna því hlutverki. Hún mun taka lagið fyrir gesti, sem margir eru miklir áhrifamenn innan bandaríska tónlistargeirans. „Þetta er framhald af verkefninu sem við byrjuðum á í fyrra. Við gerum safndisk með nýjum útgáfum frá Íslandi sem eru valin af Bandaríkjamönnum sem vinna við verkefnið og hann er sendur á fimm hundruð háskólaútvarpsstöðvar,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón. „Við viljum minna á að það er alltaf eitthvað nýtt að koma út á Íslandi.“ Með kokteilboðinu heima hjá Lanette Phillips er vonast til að ná frekari tengslum við þá sem sjá um að koma tónlist að í kvikmyndum, auglýsingum og sjónvarpsþáttum. Sambönd framleiðandans Sigurjóns Sighvatssonar, sem er maðurinn á bak við boðið, koma þar að góðum notum. Hann verður þó fjarri góðu gamni á laugardaginn því hann er staddur í Ástralíu að framleiða kvikmynd. Veigar Margeirsson og Atli Örvarsson, sem hafa báðir samið tónlist fyrir bandarískar kvikmyndir, verða aftur á móti á meðal gesta, auk þess sem Svala Björgvinsdóttir tekur sér hugsanlega pásu frá upptökum með hljómsveitinni Steed Lord og kíkir í heimsókn. -fb Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Kynningarpartí fyrir íslenska tónlist verður haldið annað árið í röð á laugardaginn á heimili Lanette Phillips, eins virtasta framleiðanda tónlistarmyndbanda í heiminum, í Los Angeles. Í fyrra var það Jónsi úr Sigur Rós sem var hálfgerður fulltrúi íslenskrar tónlistar í partíinu en í þetta sinn mun Emilíana Torrini sinna því hlutverki. Hún mun taka lagið fyrir gesti, sem margir eru miklir áhrifamenn innan bandaríska tónlistargeirans. „Þetta er framhald af verkefninu sem við byrjuðum á í fyrra. Við gerum safndisk með nýjum útgáfum frá Íslandi sem eru valin af Bandaríkjamönnum sem vinna við verkefnið og hann er sendur á fimm hundruð háskólaútvarpsstöðvar,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón. „Við viljum minna á að það er alltaf eitthvað nýtt að koma út á Íslandi.“ Með kokteilboðinu heima hjá Lanette Phillips er vonast til að ná frekari tengslum við þá sem sjá um að koma tónlist að í kvikmyndum, auglýsingum og sjónvarpsþáttum. Sambönd framleiðandans Sigurjóns Sighvatssonar, sem er maðurinn á bak við boðið, koma þar að góðum notum. Hann verður þó fjarri góðu gamni á laugardaginn því hann er staddur í Ástralíu að framleiða kvikmynd. Veigar Margeirsson og Atli Örvarsson, sem hafa báðir samið tónlist fyrir bandarískar kvikmyndir, verða aftur á móti á meðal gesta, auk þess sem Svala Björgvinsdóttir tekur sér hugsanlega pásu frá upptökum með hljómsveitinni Steed Lord og kíkir í heimsókn. -fb
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira