Vettel lengi að ná taktinum 23. október 2010 12:32 Sebastian Vettel heldur á leirmynd af þrykktri mynd af hægri hönd hans, sem verður geymd af mótshöldurum t il minningar um fyrsta mótið í Suður Kóreu. Allir ökumenn skildu eftir samskonar mynd. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur allra í tímatökum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Suður Kóreu sem verður í nótt í fyrsta skipti. Vettel vann síðustu keppni og er jafn Fernando Alonso í stigamóti ökumanna, en þeir eru 14 stigum á eftir Mark Webber. Vettel náði besta tímanum í allra seinustu tilraun sinni í tímatökunni og Webber fylgdi í kjölfarið og þannig náði þeir besta tímanum af Alonso, sem hafði verið fljótastur. Mismunandi bílar virðast fljótari á einstökum svæðum í brautinni og Vettel svaraði til um þetta á fundi með fréttamönnnum. "Ég tel að munurinn liggi í því að ég gat lítið ekið í gær og í morgun var málið að ná taktinum réttum. Það er erfitt að skilja í hvernig sumum beygjum liggur, sérstaklega beygjur 9 og 10 og svo 11, langa vinstri beygjan sem hallar skemmtilega, en breytist í tólftu beygju sem hallar út. Það er margt sem þarf að læra, hvernig á að fara yfir kantana. Ef farið er of grimmt þyrlast upp rykið, sem hefur áhrif á möguleikann í næstu beygju, þannig að þetta var ekki auðvelt. En bíll okkar er góður í beygjum og við gerðum okkar besta á beinu köflunum og búnaðurinn sem bætir lofflæðið (F-Duct) virkar vel sem hjálpar. En við þurfum að berjast af meiri krafti í beygjunum til að ná góðum tímum." Þú varst fremstur á ráslínu og sigraðir í Japan. Fremstur í dag. Er þetta sprettur í lokin til að landa titlinum? "Ég hefði ekkert á móti því. Maður verður að taka hvert mót fyrir sig. Þetta gekk vel í Japan en núna erum við í Kóreu. Allt snýst um mótið á morgun, en ég er ánægður með stöðuna miðað við hvernig gekk á æfingum á nýtti braut. Ég náði ekki taktinum, en að lokum gekk vel. Bíllinn er fljótur, en það þarf að klára dagsverkið. Það var mikilvægast að missa ekki einbeitingu, vera rólegur og við vorum það allir. Við mættum því með sjálfstraust í tímatökuna. Vinnu dagsins er lokið, en við sjáum hvað gerist á morgun", sagði Vettel. Bein útsending frá Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 05.30 í nótt, en endursýning verður kl. 17.05. Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur allra í tímatökum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Suður Kóreu sem verður í nótt í fyrsta skipti. Vettel vann síðustu keppni og er jafn Fernando Alonso í stigamóti ökumanna, en þeir eru 14 stigum á eftir Mark Webber. Vettel náði besta tímanum í allra seinustu tilraun sinni í tímatökunni og Webber fylgdi í kjölfarið og þannig náði þeir besta tímanum af Alonso, sem hafði verið fljótastur. Mismunandi bílar virðast fljótari á einstökum svæðum í brautinni og Vettel svaraði til um þetta á fundi með fréttamönnnum. "Ég tel að munurinn liggi í því að ég gat lítið ekið í gær og í morgun var málið að ná taktinum réttum. Það er erfitt að skilja í hvernig sumum beygjum liggur, sérstaklega beygjur 9 og 10 og svo 11, langa vinstri beygjan sem hallar skemmtilega, en breytist í tólftu beygju sem hallar út. Það er margt sem þarf að læra, hvernig á að fara yfir kantana. Ef farið er of grimmt þyrlast upp rykið, sem hefur áhrif á möguleikann í næstu beygju, þannig að þetta var ekki auðvelt. En bíll okkar er góður í beygjum og við gerðum okkar besta á beinu köflunum og búnaðurinn sem bætir lofflæðið (F-Duct) virkar vel sem hjálpar. En við þurfum að berjast af meiri krafti í beygjunum til að ná góðum tímum." Þú varst fremstur á ráslínu og sigraðir í Japan. Fremstur í dag. Er þetta sprettur í lokin til að landa titlinum? "Ég hefði ekkert á móti því. Maður verður að taka hvert mót fyrir sig. Þetta gekk vel í Japan en núna erum við í Kóreu. Allt snýst um mótið á morgun, en ég er ánægður með stöðuna miðað við hvernig gekk á æfingum á nýtti braut. Ég náði ekki taktinum, en að lokum gekk vel. Bíllinn er fljótur, en það þarf að klára dagsverkið. Það var mikilvægast að missa ekki einbeitingu, vera rólegur og við vorum það allir. Við mættum því með sjálfstraust í tímatökuna. Vinnu dagsins er lokið, en við sjáum hvað gerist á morgun", sagði Vettel. Bein útsending frá Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 05.30 í nótt, en endursýning verður kl. 17.05.
Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira