Hlynur hitar upp með því að vesenast í flutningum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. apríl 2010 14:00 Mynd/Daníel Annar leikur Snæfells og KR í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla fer fram í hinu rómaða íþróttahúsi Stykkishólms, Fjárhúsinu, í kvöld. Snæfell vann góðan sigur í Vesturbænum í fyrsta leiknum og Íslandsmeistararnir eru því undir mikilli pressu í kvöld. Þeir mega hreinlega ekki tapa. „Þetta er meiri úrslitaleikur fyrir KR en okkur og pressan er á þeim. Ef við töpum þá er serían eiginlega bara komin aftur á núllpunkt," sagði Snæfellingurinn Hlynur Bæringsson við Vísi í hádeginu en hann var orðinn afar spenntur fyrir leiknum. „Það er hundleiðinlegt að bíða, ég vil bara fara að spila og klára þetta," sagði Hlynur en Snæfellsliðið hittist á hótelinu fyrir leik, horfir á myndbönd með Inga þjálfara og fær sér súpu og pasta. Snæfell kom KR-ingum í opna skjöldu í síðasta leik með því að setja mikla pressu á Pavel Ermolinskij. Það ræð KR ekki við. „Það er mikilvægt að setja pressu á KR-ingana. Ég held að það hafi ekkert lið sett svona pressu á Pavel áður og það virkaði vel. Fyrir vikið losnaði aðeins um stóru mennina í liði þeirra en við eigum að geta lagað það. Þeir Finnur og Jón Orri eru heldur ekki að fara að vinna heila leiki eða seríuna. Það eru menn eins og Pavel og Brynjar sem gera það og því þurfum við að stoppa þá," sagði Hlynur. Stuðningsmenn Snæfells létu mikið til sín taka í DHL-höllinni á mánudag og Hlynur reiknar með mikilli stemningu í kvöld. „Það er kunningjahópur sem tók sig saman um að færa stemninguna upp á næsta stig. Það gekk mjög vel og það var gaman að heyra í þeim. Nýir söngvar og flott stemning. Allt virkilega skemmtilegt. Ég reikna með frábærri stemningu í kvöld." Hlynur hefur nóg að gera til þess að drepa tímann fram að leik enda stendur hann í stórræðum þessa dagana. „Ég á von á tvíburum í maí og við erum að flytja þessa dagana. Skynsamlegra að gera það áður en tvíbbarnir koma," sagði Hlynur sem á fyrir eina stúlku. Unnusta hans gengur með stelpu og strák að þessu sinni. „Ég hef verið að að vesenast í að panta hitt og þetta í húsið í dag. Það er að mörgu að hyggja. Það þarf ekki bara að færa kassa og sófa. Það er talsvert meira sem þarf að gera. Það verður gott þegar þessu er lokið." Dominos-deild karla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Sjá meira
Annar leikur Snæfells og KR í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla fer fram í hinu rómaða íþróttahúsi Stykkishólms, Fjárhúsinu, í kvöld. Snæfell vann góðan sigur í Vesturbænum í fyrsta leiknum og Íslandsmeistararnir eru því undir mikilli pressu í kvöld. Þeir mega hreinlega ekki tapa. „Þetta er meiri úrslitaleikur fyrir KR en okkur og pressan er á þeim. Ef við töpum þá er serían eiginlega bara komin aftur á núllpunkt," sagði Snæfellingurinn Hlynur Bæringsson við Vísi í hádeginu en hann var orðinn afar spenntur fyrir leiknum. „Það er hundleiðinlegt að bíða, ég vil bara fara að spila og klára þetta," sagði Hlynur en Snæfellsliðið hittist á hótelinu fyrir leik, horfir á myndbönd með Inga þjálfara og fær sér súpu og pasta. Snæfell kom KR-ingum í opna skjöldu í síðasta leik með því að setja mikla pressu á Pavel Ermolinskij. Það ræð KR ekki við. „Það er mikilvægt að setja pressu á KR-ingana. Ég held að það hafi ekkert lið sett svona pressu á Pavel áður og það virkaði vel. Fyrir vikið losnaði aðeins um stóru mennina í liði þeirra en við eigum að geta lagað það. Þeir Finnur og Jón Orri eru heldur ekki að fara að vinna heila leiki eða seríuna. Það eru menn eins og Pavel og Brynjar sem gera það og því þurfum við að stoppa þá," sagði Hlynur. Stuðningsmenn Snæfells létu mikið til sín taka í DHL-höllinni á mánudag og Hlynur reiknar með mikilli stemningu í kvöld. „Það er kunningjahópur sem tók sig saman um að færa stemninguna upp á næsta stig. Það gekk mjög vel og það var gaman að heyra í þeim. Nýir söngvar og flott stemning. Allt virkilega skemmtilegt. Ég reikna með frábærri stemningu í kvöld." Hlynur hefur nóg að gera til þess að drepa tímann fram að leik enda stendur hann í stórræðum þessa dagana. „Ég á von á tvíburum í maí og við erum að flytja þessa dagana. Skynsamlegra að gera það áður en tvíbbarnir koma," sagði Hlynur sem á fyrir eina stúlku. Unnusta hans gengur með stelpu og strák að þessu sinni. „Ég hef verið að að vesenast í að panta hitt og þetta í húsið í dag. Það er að mörgu að hyggja. Það þarf ekki bara að færa kassa og sófa. Það er talsvert meira sem þarf að gera. Það verður gott þegar þessu er lokið."
Dominos-deild karla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Sjá meira