Button: SIngapúr mótið eitt besta mótið 23. september 2010 15:39 Jenson Button var í mikilli keppni við Fernando Alonso um fyrsta sætið á Monza. Hann varð annar á eftir Alonso. Mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren er einn af fimm sem á möguleika á meistaratitlinum í ár og keppir í Singapúr um helgina. "Mótið í Singapúr verður áhugavert, af því ég held að það muni skýra línurnar varðandi meistaratitilinn", sagði Button í frétt á f1.com. Hann segir að McLaren bíllinn hafi ekki verið sérlega samkeppnisfær síðast þegar keppt var á lághraðabraut eins og í Singapúr. Brautirnir í Mónakó, Valencia og Búdapest þykja nokkuð líkar Singapúr að mati ýmissa ökumanna. "Það hefur margt breyst síðan í Búdapest, ekki síst það að tekið var á reglum varðandi útbúnað bílanna. Þá hefur tæknilið McLaren unnið í að gera bíl okkar betri á hægari brautum." "Þetta verður áhugavert fyrir alla, en við munum sjá getu Ferrrari og Red Bull og hvar við stöndum eftir mikla vinnu fyrir svona braut. Ég held að mótið Singapúr hafi sannað sig sem eitt af bestu mótum ársins og ég hlakka til að keppa", sagði Button, sem er fimmti í stigamótinu, en Mark Webber er fremstur.Mótshelgin í Singapúr er sýnd á Stöð 2 Sport alla helgina, en tímatakan verður sýnd beint á Stöð 2 Sport 3, en síðan endurtekinn á Stöð 2 Sport síðdegis á laugardag. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren er einn af fimm sem á möguleika á meistaratitlinum í ár og keppir í Singapúr um helgina. "Mótið í Singapúr verður áhugavert, af því ég held að það muni skýra línurnar varðandi meistaratitilinn", sagði Button í frétt á f1.com. Hann segir að McLaren bíllinn hafi ekki verið sérlega samkeppnisfær síðast þegar keppt var á lághraðabraut eins og í Singapúr. Brautirnir í Mónakó, Valencia og Búdapest þykja nokkuð líkar Singapúr að mati ýmissa ökumanna. "Það hefur margt breyst síðan í Búdapest, ekki síst það að tekið var á reglum varðandi útbúnað bílanna. Þá hefur tæknilið McLaren unnið í að gera bíl okkar betri á hægari brautum." "Þetta verður áhugavert fyrir alla, en við munum sjá getu Ferrrari og Red Bull og hvar við stöndum eftir mikla vinnu fyrir svona braut. Ég held að mótið Singapúr hafi sannað sig sem eitt af bestu mótum ársins og ég hlakka til að keppa", sagði Button, sem er fimmti í stigamótinu, en Mark Webber er fremstur.Mótshelgin í Singapúr er sýnd á Stöð 2 Sport alla helgina, en tímatakan verður sýnd beint á Stöð 2 Sport 3, en síðan endurtekinn á Stöð 2 Sport síðdegis á laugardag.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira