Þjóðin var vandanum vaxin Ólafur Þ. Stephensen skrifar 1. desember 2010 06:00 Þjóðinni virðist hafa verið ágætlega treystandi til að kjósa sér stjórnlagaþing. Sá 25 manna hópur, sem náði kjöri á þingið, er tiltölulega breiður og endurspeglar margvísleg sjónarmið. Athygli vekur að áhyggjur margra af því að persónukjör myndi ekki tryggja jafnvægi kynja reyndust ástæðulausar, að minnsta kosti í þetta sinn. Ekki reyndist nauðsynlegt að grípa til þess ráðs að bæta við fulltrúum til að jafna kynjahlutfallið. Hins vegar hallar á landsbyggðina í hópi stjórnlagaþingmanna. Að hluta til kann ástæðan að vera sú að landsbyggðarfólk sé minna áberandi í fjölmiðlum en íbúar á höfuðborgarsvæðinu, en að einhverju leyti hlýtur líka að mega skýra þessa niðurstöðu með því að bæði voru færri í framboði sem búsettir eru á landsbyggðinni og kjörsóknin var minni úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Ekki fer á milli mála að þekkt fólk hafði forskot í kosningunni, ekki sízt vegna þess að hinn gríðarlegi fjöldi frambjóðenda hafði í för með sér að öll kynning á sjónarmiðum þeirra varð erfið. Fólk kaus helzt frambjóðendur sem það þekkir og treystir. Þó koma nokkrir einstaklingar sem ekki hafa verið áberandi í opinberri umræðu sterkir inn. Kverúlantahlutfallið er áreiðanlega ekki hærra en í kosningum til Alþingis. Eðli málsins samkvæmt hlýtur persónukjör alltaf að hafa í för með sér að þekkt fólk hljóti brautargengi, en í kosningum þar sem frambjóðendahópurinn er minni á hver og einn auðveldara með að verða þekktur í kosningabaráttunni og þarf ekki endilega að hafa verið frægur fyrir. Vonandi á eftir að reyna á það síðar. Um það bil helmingur fulltrúanna hefur komið nálægt pólitík, en þetta fólk skiptist í grófum dráttum eftir styrkleikahlutföllum flokkanna undanfarin ár. Það er því engin flokksslagsíða á úrslitum kosninganna. Hins vegar virðist í fljótu bragði sem meirihluti hópsins kunni að vilja talsvert róttækar breytingar á stjórnarskránni. Það stemmir við þá tilgátu að þeir sem ekki telja ástæðu til róttækrar endurskoðunar á stjórnarskránni hafi fremur setið heima á laugardaginn var en hinir sem kusu breytingar. Á móti kann að koma það sem Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, benti á hér í blaðinu á mánudaginn; að vegna lítillar kjörsóknar sé umboð stjórnlagaþingsins veikara en ella og þingið verði því að stíga varlega til jarðar og gera tillögur, sem bæði Alþingi og meirihluti kjósenda geta sætt sig við. Fulltrúarnir 25 eiga vandasamt verk fyrir höndum við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ekkert bendir til annars en að hópurinn eigi að vera þessum vanda vaxinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Þjóðinni virðist hafa verið ágætlega treystandi til að kjósa sér stjórnlagaþing. Sá 25 manna hópur, sem náði kjöri á þingið, er tiltölulega breiður og endurspeglar margvísleg sjónarmið. Athygli vekur að áhyggjur margra af því að persónukjör myndi ekki tryggja jafnvægi kynja reyndust ástæðulausar, að minnsta kosti í þetta sinn. Ekki reyndist nauðsynlegt að grípa til þess ráðs að bæta við fulltrúum til að jafna kynjahlutfallið. Hins vegar hallar á landsbyggðina í hópi stjórnlagaþingmanna. Að hluta til kann ástæðan að vera sú að landsbyggðarfólk sé minna áberandi í fjölmiðlum en íbúar á höfuðborgarsvæðinu, en að einhverju leyti hlýtur líka að mega skýra þessa niðurstöðu með því að bæði voru færri í framboði sem búsettir eru á landsbyggðinni og kjörsóknin var minni úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Ekki fer á milli mála að þekkt fólk hafði forskot í kosningunni, ekki sízt vegna þess að hinn gríðarlegi fjöldi frambjóðenda hafði í för með sér að öll kynning á sjónarmiðum þeirra varð erfið. Fólk kaus helzt frambjóðendur sem það þekkir og treystir. Þó koma nokkrir einstaklingar sem ekki hafa verið áberandi í opinberri umræðu sterkir inn. Kverúlantahlutfallið er áreiðanlega ekki hærra en í kosningum til Alþingis. Eðli málsins samkvæmt hlýtur persónukjör alltaf að hafa í för með sér að þekkt fólk hljóti brautargengi, en í kosningum þar sem frambjóðendahópurinn er minni á hver og einn auðveldara með að verða þekktur í kosningabaráttunni og þarf ekki endilega að hafa verið frægur fyrir. Vonandi á eftir að reyna á það síðar. Um það bil helmingur fulltrúanna hefur komið nálægt pólitík, en þetta fólk skiptist í grófum dráttum eftir styrkleikahlutföllum flokkanna undanfarin ár. Það er því engin flokksslagsíða á úrslitum kosninganna. Hins vegar virðist í fljótu bragði sem meirihluti hópsins kunni að vilja talsvert róttækar breytingar á stjórnarskránni. Það stemmir við þá tilgátu að þeir sem ekki telja ástæðu til róttækrar endurskoðunar á stjórnarskránni hafi fremur setið heima á laugardaginn var en hinir sem kusu breytingar. Á móti kann að koma það sem Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, benti á hér í blaðinu á mánudaginn; að vegna lítillar kjörsóknar sé umboð stjórnlagaþingsins veikara en ella og þingið verði því að stíga varlega til jarðar og gera tillögur, sem bæði Alþingi og meirihluti kjósenda geta sætt sig við. Fulltrúarnir 25 eiga vandasamt verk fyrir höndum við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ekkert bendir til annars en að hópurinn eigi að vera þessum vanda vaxinn.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun