Hill vonar að Ferrari fái væga refsingu 8. september 2010 11:36 Damon Hill ásamt Jackie Stewart, en báðir hafa unnið meistaratitila í Formúlu 1. Mynd: Getty Images Damon Hill, fyrrum heimasmeistari í Formúlu 1 vonast eftir því að Ferrari verði ekki refsað harkalega af FIA í dag, þegar sambandið tekur fyrir mál liðsins frá þýska kappakstrinum. Þá var liðið dæmt í 100.000 dala sekt fyrir að beita liðsskipunum. Dómarar mótsins töldu að Felipe Massa hefði hleypt Fernando Alonso framúr sér, til að hann fengi fleiri stig í stigamótinu og það hefði verið brot á reglum sem banna liðsskipanir. Dómarar sendu málið áfram til íþróttaráðs FIA sem tekur málið fyrir í París í dag. Hill er forseti félags breskra kappakstursökumanna og tjáði sig við Daily Telegraph í dag samkvæmt frétt á autosport.com. Hill telur að reglur varðandi liðsskipanir séu of óljósar og hægt sé að beita liðsskipunum í kringum þjónustuhllé og hafi verið gert síðustu ár. "Lið segja að þau beiti ekki liðsskipunum, en okkur grunar alla að liðin séu að segja mönnum hvernig þeir eiga að standa sig. Það er ekki hægt að túlka það sem liðsskipun", sagði Hill. "Þetta er mál sem hefur komið upp og hefur ekki verið tekið á og ég held að Ferrari sleppi af því reglurnar eru ekki á hreinu. Íþróttin er ekki að gera sjálfri sér neitt gagn. Það þarf fjölmiðlasirkus til að breyta hlutum og þetta er að gerast fjórum dögum fyrir ítalska kappaksturinn", sagði Hill. Ferrari verður á heimavelli á Monza brautinni um næstu helgi og þá spurning hvort liðinu verður með aukna refsingu á bakinu eður ei, en það ætti að koma í ljós síðar í dag í París. Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Damon Hill, fyrrum heimasmeistari í Formúlu 1 vonast eftir því að Ferrari verði ekki refsað harkalega af FIA í dag, þegar sambandið tekur fyrir mál liðsins frá þýska kappakstrinum. Þá var liðið dæmt í 100.000 dala sekt fyrir að beita liðsskipunum. Dómarar mótsins töldu að Felipe Massa hefði hleypt Fernando Alonso framúr sér, til að hann fengi fleiri stig í stigamótinu og það hefði verið brot á reglum sem banna liðsskipanir. Dómarar sendu málið áfram til íþróttaráðs FIA sem tekur málið fyrir í París í dag. Hill er forseti félags breskra kappakstursökumanna og tjáði sig við Daily Telegraph í dag samkvæmt frétt á autosport.com. Hill telur að reglur varðandi liðsskipanir séu of óljósar og hægt sé að beita liðsskipunum í kringum þjónustuhllé og hafi verið gert síðustu ár. "Lið segja að þau beiti ekki liðsskipunum, en okkur grunar alla að liðin séu að segja mönnum hvernig þeir eiga að standa sig. Það er ekki hægt að túlka það sem liðsskipun", sagði Hill. "Þetta er mál sem hefur komið upp og hefur ekki verið tekið á og ég held að Ferrari sleppi af því reglurnar eru ekki á hreinu. Íþróttin er ekki að gera sjálfri sér neitt gagn. Það þarf fjölmiðlasirkus til að breyta hlutum og þetta er að gerast fjórum dögum fyrir ítalska kappaksturinn", sagði Hill. Ferrari verður á heimavelli á Monza brautinni um næstu helgi og þá spurning hvort liðinu verður með aukna refsingu á bakinu eður ei, en það ætti að koma í ljós síðar í dag í París.
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira