Webber ekki vanmetinn af Red Bull 12. júlí 2010 09:30 Mark Webber var geysilega ánægður eftir að hafa landað sigri á Silverstone í gær. Mynd: Getty Images Christian Horner segir Mark Webber ekki vera ökumann númer tvö hjá líðinu, þó Webber hafi skotið föstu skoti að liði sínu í talkerfi bílsins eftir að hann kom í endamark sem sigurvegari í gær á Silverstone. Horner óskaði Webber til hamingju með árangurinn í talkerfið og Webber svaraði að bragði að það væri ekki slæmur árangur hjá ökumanni númer tvö hjá liðinu. Hann átti við að Sebastian Vettel væri í meiri metum, þar sem Horner hafði fært framvæng af bíl Webbers yfir á bíl Vettels fyrir tímatökuna á laugardag. Væng sem átti að virka betur og Webber fékk eldri útgáfuna. Ástæðan fyrir ákvörðun þessari var sögð sú að Vettel var ofar að stigum. "Mark er konungur snjallra ummæla, eins og við vitum. Það er mest um vert að hann vann breska kappaksturinn og ég er ánægður með aksturs hans", sagði Horner í frétt á autosport.com. "Ég tel ekkert illt á bakvið ummæli Marks. Hann var í uppnámi eftir ákvörðunina í gær og ég get vel ímyndað mér að hann hafi verið vonsvekktur að fá ekki vænginn, en það er ekki hægt að skipta honum í tvennt." "Mark skrifaði ekki undir samning við okkur um að vera ökumaður númer tvö. Hann veit hvað við höfum gert til að styðja við bak hans. Ég er ekki í vafa að hann á eftir að skoða það og allir geta lært sína lexíu. Hann veit líka að það þarf að taka erfiðar ákvarðanir í íþróttum." "Mark er með samning við okkur og við höfum fært honum bíl til að keppa á toppnum og um titilinn. Ég efa stórlega að hann labbi í burt frá því", sagði Horner. Webber er ofar að stigum en Vettel eftir mót helgarinnar og Horner segir að ef svipuð staða kom upp í næsta móti, þá muni Webber njóta þess. Red Bull liðið mun funda í atburði helgarinnar í dag og Webber á von á því að málin verði leyst og rædd í kjölin. Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Christian Horner segir Mark Webber ekki vera ökumann númer tvö hjá líðinu, þó Webber hafi skotið föstu skoti að liði sínu í talkerfi bílsins eftir að hann kom í endamark sem sigurvegari í gær á Silverstone. Horner óskaði Webber til hamingju með árangurinn í talkerfið og Webber svaraði að bragði að það væri ekki slæmur árangur hjá ökumanni númer tvö hjá liðinu. Hann átti við að Sebastian Vettel væri í meiri metum, þar sem Horner hafði fært framvæng af bíl Webbers yfir á bíl Vettels fyrir tímatökuna á laugardag. Væng sem átti að virka betur og Webber fékk eldri útgáfuna. Ástæðan fyrir ákvörðun þessari var sögð sú að Vettel var ofar að stigum. "Mark er konungur snjallra ummæla, eins og við vitum. Það er mest um vert að hann vann breska kappaksturinn og ég er ánægður með aksturs hans", sagði Horner í frétt á autosport.com. "Ég tel ekkert illt á bakvið ummæli Marks. Hann var í uppnámi eftir ákvörðunina í gær og ég get vel ímyndað mér að hann hafi verið vonsvekktur að fá ekki vænginn, en það er ekki hægt að skipta honum í tvennt." "Mark skrifaði ekki undir samning við okkur um að vera ökumaður númer tvö. Hann veit hvað við höfum gert til að styðja við bak hans. Ég er ekki í vafa að hann á eftir að skoða það og allir geta lært sína lexíu. Hann veit líka að það þarf að taka erfiðar ákvarðanir í íþróttum." "Mark er með samning við okkur og við höfum fært honum bíl til að keppa á toppnum og um titilinn. Ég efa stórlega að hann labbi í burt frá því", sagði Horner. Webber er ofar að stigum en Vettel eftir mót helgarinnar og Horner segir að ef svipuð staða kom upp í næsta móti, þá muni Webber njóta þess. Red Bull liðið mun funda í atburði helgarinnar í dag og Webber á von á því að málin verði leyst og rædd í kjölin.
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira