Kubica: Fullur sjálfstrausts eftir æfingar 14. maí 2010 09:01 Pólverjinn Robert Kubica á Renault gæti orðið sterkur í keppninni í Mónakó um helgina. Mynd: Getty Images Pólverjinn Robert Kubica á Renault ók vel á æfingu Formúlu 1 keppnisliða í Mónakó í gæt og gæti komið stórliðum McLaren, Ferrari og Mercedes í opna skjöldu í tímatökunni þegar 24 bílar þeysa brautina í kappa við klukkuna á morgun. Renault mun að sögn autosport.com setja nýjan framvæng undir bíl Kubica á morgun og Kubica var borubrattur í samtali við vefsetrið enska. "Það getur allt gerst í Mónakó og hlutirnir geta snúist fljótt. Við vonumst til að bæta jafnvægi bílsins, en brautin er fljót að breytast. Menn verða að hitta á naglann á höfuðið á hverjum tíma og það er ekki auðvelt. Menn verða að meta stöðuna rétt fyrir tímatökuna og fylgjast grannt með aðstæðum", sagði Kubica, sem er einn af þeim ökumönnum sem hefur komið hvað mest á óvart á keppnistímabilinu. Hann var með þriðja og sjötta besta aksturstímann á æfingum í gær. Frí er hjá ökumönnum í Mónakó í dag samkvæmt hefð og hefðbundar föstudagsæfingar fóru í raun fram í gær. Margir ökumenn hafa haft áhyggjur af því að fyrsta umferðin verði erfið í tímatökun á morgun, en þá aka 24 bílar trúlega á svipuðum eða sama tíma og reyna komast í gegnum fyrsta niðurskurðinn. Ekið er í þremur umferðum í tímatökum og tíu fljótustu keppa um bestu stöðu á ráslínu, sem er líklega hvergi mikilvægari en á götum Mónakó. "Ég er fullur stjálfstrausts eftir fyrstu æfingarnar og ég er oftast þannig á götubrautum. Það verður mikilvægt að hitta á rétta tímasetningu í tímatökunni og það gekk þó ágætlega á æfingunum. Strákarnir sem keyra hjá nýju liðunum þurfa að aka og gæta þess líka að vera ekki fyrir. Það verður hvorki auðvelt fyrir þá né okkur. Menn verða bara að fást við aðstæður", sagði Kubica. Þrjú ný lið eru í Formúlu 1 og ökumenn þeirra voru meira en þremur sekúndum hægari í brautinni í Mónakó í hverjum hring á æfingum og verður því vandasamt verk fyrir þá að halda vöku sinni gagnvart öðrum keppendum, auk þess að ná góðum aksturstíma. Tímatakan í Mó hérna.nakó er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30. Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Pólverjinn Robert Kubica á Renault ók vel á æfingu Formúlu 1 keppnisliða í Mónakó í gæt og gæti komið stórliðum McLaren, Ferrari og Mercedes í opna skjöldu í tímatökunni þegar 24 bílar þeysa brautina í kappa við klukkuna á morgun. Renault mun að sögn autosport.com setja nýjan framvæng undir bíl Kubica á morgun og Kubica var borubrattur í samtali við vefsetrið enska. "Það getur allt gerst í Mónakó og hlutirnir geta snúist fljótt. Við vonumst til að bæta jafnvægi bílsins, en brautin er fljót að breytast. Menn verða að hitta á naglann á höfuðið á hverjum tíma og það er ekki auðvelt. Menn verða að meta stöðuna rétt fyrir tímatökuna og fylgjast grannt með aðstæðum", sagði Kubica, sem er einn af þeim ökumönnum sem hefur komið hvað mest á óvart á keppnistímabilinu. Hann var með þriðja og sjötta besta aksturstímann á æfingum í gær. Frí er hjá ökumönnum í Mónakó í dag samkvæmt hefð og hefðbundar föstudagsæfingar fóru í raun fram í gær. Margir ökumenn hafa haft áhyggjur af því að fyrsta umferðin verði erfið í tímatökun á morgun, en þá aka 24 bílar trúlega á svipuðum eða sama tíma og reyna komast í gegnum fyrsta niðurskurðinn. Ekið er í þremur umferðum í tímatökum og tíu fljótustu keppa um bestu stöðu á ráslínu, sem er líklega hvergi mikilvægari en á götum Mónakó. "Ég er fullur stjálfstrausts eftir fyrstu æfingarnar og ég er oftast þannig á götubrautum. Það verður mikilvægt að hitta á rétta tímasetningu í tímatökunni og það gekk þó ágætlega á æfingunum. Strákarnir sem keyra hjá nýju liðunum þurfa að aka og gæta þess líka að vera ekki fyrir. Það verður hvorki auðvelt fyrir þá né okkur. Menn verða bara að fást við aðstæður", sagði Kubica. Þrjú ný lið eru í Formúlu 1 og ökumenn þeirra voru meira en þremur sekúndum hægari í brautinni í Mónakó í hverjum hring á æfingum og verður því vandasamt verk fyrir þá að halda vöku sinni gagnvart öðrum keppendum, auk þess að ná góðum aksturstíma. Tímatakan í Mó hérna.nakó er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30.
Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira