Mjólkunarkvótar Pawel Bartoszek skrifar skrifar 13. ágúst 2010 00:01 Frjáls markaður er undursamlegt tæki til að koma vörum áleiðis til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Það er enginn einn maður eða ein stofnun sem heldur til dæmis utan um matardreifingu á Vesturlöndum. Samt gengur sú dreifing alveg ótrúlega vel. Varanlegur vöruskortur þekkist ekki þar sem markaðurinn er frjáls. Ef það fer að vanta pylsubrauð mun einhver sjá sér hag í því að framleiða meira af þeim, og græða á því. Ég fæddist og bjó í ríki með skipulögðu hagkerfi þar sem vöruskortur var nær því að vera regla heldur en undantekning. Það vantar fleiri pylsubrauð um verslunarmannahelgi en aðrar helgar, en ef einn opinber framleiðandi sæi um framleiðsluna hefði hann veikari hvata til að bæta í og pylsubrauðin myndu klárast. Fólk myndi bregðast við með eðlilegum hætti og byrja að hamstra pylsubrauð fyrir næstu verslunarmannahelgar. Vöruskorturinn væri þar með orðinn varanlegt vandamál. Fljótlega myndi einhver ráðamaður gefa út yfirlýsingu um að nóg væri af pylsubrauðum fyrir alla, vandamálið fælist í hamstrinu. Í framhaldinu væru gefnir út skömmtunarmiðar. Svona er sósíalísk framleiðsla. Menn ná sjaldan að framleiða rétt magn af vöru. Ef neytendur reyna að bregðast við því er það kallað hamstur. Ef framleiðendur reyna að bregðast við því er það kallað brask. Og hvort tveggja þykir afar mikilvægt að stöðva. Kvótakerfi og framleiðslutakmarkanir hafa vissulega vitrænan tilgang þegar um er að ræða takmarkaða auðlind, eins og til dæmis í sjávarútvegi. Í mjólkurframleiðslu eru slíkir kvótar hins vegar algjört rugl. Hver skyldi takmarkaða auðlindin þar annars vera? Hverja er verið að mjólka aðra en íslenska neytendur? Einn alversti ráðherra ríkisstjórnarinnar, Jón Bjarnason, er nú um stundir að reyna að ýta í gegnum þingið sannkölluðu ruslfrumvarpi um mjólkurkvóta. Frumvarpið er nákvæmlega jafnvont og jafnfrelsishamlandi og búast má við af einhverju sem sósíalískur sveitarómantíker sendir frá sér, eftir að hafa notið liðsinnis helstu sérhagsmunaaðila innan greinarinnar. Það hefur raunar áður verið gagnrýnt, meðal annars af ESB, hve stjórnsýsla landbúnaðarráðuneytisins sé í raun veik og hve mörgum af eðlilegum verkefnum ráðuneytisins hafi verið úthýst til Bændasamtakanna og annarra hagsmunaaðila. Það er varla hægt að sjá skýrari birtingarmynd þess en í þessu máli, þegar lobbýistarnir sjálfir eru bókstaflega farnir að skrifa frumvörp um eigin mál. Hvar annars staðar á byggðu bóli þætti slíkt boðlegt? Sumir stuðningsmenn frumvarpsins hafa sagt sem svo að í frumvarpinu felist engin kerfisbreyting heldur sé einungis verið að „skerpa á lögunum". Skerpingin felst í því að verið er að leggja til kvalafullar refsingar á þá sem taka við mjólk sem framleidd hefur verið án ríkisstyrkja, eins sanngjarnt og rökrétt og það hljómar. Breytingin felur í sér að mjög erfitt ef ekki ómögulegt verður fyrir nýja aðila að koma inn á markaðinn í framtíðinni. Fyrirtækið Mjólka, hefði til að mynda ekki getað hafið rekstur í þessu nýja lagaumhverfi. Hver vill hefja rekstur á markaði sem er fullmettaður, lögum samkvæmt? Mun nær hefði verið að „skerpa á lögunum" með því að taka af öll tvímæli um að heimilt væri að framleiða mjólk að vild umfram kvóta og selja á markaði. Ef ríkið vill endilega tryggja ákveðið lágmarksframboð af mjólk með kvótum og niðurgreiðslum þá gott og vel, en hver í ósköpunum er hættan við það menn framleiði meira? Hvernig samræmist það atvinnufrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar að gera svona lagað? Hvaða almannahagsmunir krefjast þess að framleitt sé nógu lítið af mjólk? Ef til vill eru það sömu almannahagsmunir og krefjast þess að allir geti horft á handboltaleik frítt, eins og útvarpsstjóri og menntamálaráðherra vilja. Kannski er það fyrirsjáanleg afstaða hægrimanns, en ég skil ekki hvers vegna þeir sem vilja horfa á handbolta, geti ekki bara borgað fyrir það sjálfir. Að mörgu leyti er þó hægt að vorkenna vinstrigrænum. Þeir komast til valda í slíkri dýrtíð að hefðbundin stefnumál þeirra, að allir fái alltaf frítt í allt, eru illframkvæmanleg. En þá má bara drepa framtakssemina og kæfa frumkvæðið á sem flestum sviðum atvinnulífsins. Sýna þessum frjálsa markaði hver það er sem ræður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Frjáls markaður er undursamlegt tæki til að koma vörum áleiðis til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Það er enginn einn maður eða ein stofnun sem heldur til dæmis utan um matardreifingu á Vesturlöndum. Samt gengur sú dreifing alveg ótrúlega vel. Varanlegur vöruskortur þekkist ekki þar sem markaðurinn er frjáls. Ef það fer að vanta pylsubrauð mun einhver sjá sér hag í því að framleiða meira af þeim, og græða á því. Ég fæddist og bjó í ríki með skipulögðu hagkerfi þar sem vöruskortur var nær því að vera regla heldur en undantekning. Það vantar fleiri pylsubrauð um verslunarmannahelgi en aðrar helgar, en ef einn opinber framleiðandi sæi um framleiðsluna hefði hann veikari hvata til að bæta í og pylsubrauðin myndu klárast. Fólk myndi bregðast við með eðlilegum hætti og byrja að hamstra pylsubrauð fyrir næstu verslunarmannahelgar. Vöruskorturinn væri þar með orðinn varanlegt vandamál. Fljótlega myndi einhver ráðamaður gefa út yfirlýsingu um að nóg væri af pylsubrauðum fyrir alla, vandamálið fælist í hamstrinu. Í framhaldinu væru gefnir út skömmtunarmiðar. Svona er sósíalísk framleiðsla. Menn ná sjaldan að framleiða rétt magn af vöru. Ef neytendur reyna að bregðast við því er það kallað hamstur. Ef framleiðendur reyna að bregðast við því er það kallað brask. Og hvort tveggja þykir afar mikilvægt að stöðva. Kvótakerfi og framleiðslutakmarkanir hafa vissulega vitrænan tilgang þegar um er að ræða takmarkaða auðlind, eins og til dæmis í sjávarútvegi. Í mjólkurframleiðslu eru slíkir kvótar hins vegar algjört rugl. Hver skyldi takmarkaða auðlindin þar annars vera? Hverja er verið að mjólka aðra en íslenska neytendur? Einn alversti ráðherra ríkisstjórnarinnar, Jón Bjarnason, er nú um stundir að reyna að ýta í gegnum þingið sannkölluðu ruslfrumvarpi um mjólkurkvóta. Frumvarpið er nákvæmlega jafnvont og jafnfrelsishamlandi og búast má við af einhverju sem sósíalískur sveitarómantíker sendir frá sér, eftir að hafa notið liðsinnis helstu sérhagsmunaaðila innan greinarinnar. Það hefur raunar áður verið gagnrýnt, meðal annars af ESB, hve stjórnsýsla landbúnaðarráðuneytisins sé í raun veik og hve mörgum af eðlilegum verkefnum ráðuneytisins hafi verið úthýst til Bændasamtakanna og annarra hagsmunaaðila. Það er varla hægt að sjá skýrari birtingarmynd þess en í þessu máli, þegar lobbýistarnir sjálfir eru bókstaflega farnir að skrifa frumvörp um eigin mál. Hvar annars staðar á byggðu bóli þætti slíkt boðlegt? Sumir stuðningsmenn frumvarpsins hafa sagt sem svo að í frumvarpinu felist engin kerfisbreyting heldur sé einungis verið að „skerpa á lögunum". Skerpingin felst í því að verið er að leggja til kvalafullar refsingar á þá sem taka við mjólk sem framleidd hefur verið án ríkisstyrkja, eins sanngjarnt og rökrétt og það hljómar. Breytingin felur í sér að mjög erfitt ef ekki ómögulegt verður fyrir nýja aðila að koma inn á markaðinn í framtíðinni. Fyrirtækið Mjólka, hefði til að mynda ekki getað hafið rekstur í þessu nýja lagaumhverfi. Hver vill hefja rekstur á markaði sem er fullmettaður, lögum samkvæmt? Mun nær hefði verið að „skerpa á lögunum" með því að taka af öll tvímæli um að heimilt væri að framleiða mjólk að vild umfram kvóta og selja á markaði. Ef ríkið vill endilega tryggja ákveðið lágmarksframboð af mjólk með kvótum og niðurgreiðslum þá gott og vel, en hver í ósköpunum er hættan við það menn framleiði meira? Hvernig samræmist það atvinnufrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar að gera svona lagað? Hvaða almannahagsmunir krefjast þess að framleitt sé nógu lítið af mjólk? Ef til vill eru það sömu almannahagsmunir og krefjast þess að allir geti horft á handboltaleik frítt, eins og útvarpsstjóri og menntamálaráðherra vilja. Kannski er það fyrirsjáanleg afstaða hægrimanns, en ég skil ekki hvers vegna þeir sem vilja horfa á handbolta, geti ekki bara borgað fyrir það sjálfir. Að mörgu leyti er þó hægt að vorkenna vinstrigrænum. Þeir komast til valda í slíkri dýrtíð að hefðbundin stefnumál þeirra, að allir fái alltaf frítt í allt, eru illframkvæmanleg. En þá má bara drepa framtakssemina og kæfa frumkvæðið á sem flestum sviðum atvinnulífsins. Sýna þessum frjálsa markaði hver það er sem ræður.
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun