Sjötíu þúsund bækur seldar Freyr Bjarnason skrifar 12. nóvember 2010 17:00 Nanna með gullna kökukeflið á lofti. Fréttablaðið/Valli Matreiðslubækur Nönnu Rögnvaldsdóttur hafa verið gríðarvinsælar á undanförnum árum og selst í um sjötíu þúsund eintökum. Sú ellefta í röðinni, Smáréttir, er nýkomin út. „Fólk er alltaf að leita að einhverjum hugmyndum að frekar einföldum og fljótlegum mat. Ég hef, held ég, orð á mér fyrir að vera með dálítið af svoleiðis uppskriftum," segir Nanna, spurð um skýringarnar á þessum vinsældum. „Ég er líka með alls konar nýstárlegar hugmyndir, kannski af því að ég les svo mikið af matreiðslubókum og fæ hugmyndir alls staðar að. Mér þykir vænt um að heyra fólk segja að þegar það eldi uppskriftirnar mínar sé það eins og mamma þeirra standi fyrir aftan það og horfi á. Mitt markmið hefur líka verið að leiðbeina fólki að vera sjálfstæðara í eldhúsinu og ekki rígbinda sig við uppskriftir." Þegar Nanna fær fjölskyldu sína í heimsókn fá gestirnir að velja það sem verður í matinn. Oftast verða þá heimilislegir réttir fyrir valinu eins og kjöt í karríi. Hún segir barnabörnin sína hörðustu gagnrýnendur. „Barnabörnin hika ekki við að segja: „Amma, þetta er ógeðslega vont"," segir hún og hlær. Nanna hélt í fyrradag sitt fyrsta útgáfuhóf, þar sem hún eldaði ofan í gestina hina ýmsu smárétti, þar á meðal 250 smápitsur og annað eins af kjötbollum. Hún segist lengi hafa ætlað að gera bók um smárétti. „Matreiðslubók Nönnu [sem hefur selst í um fjórtán þúsund eintökum] átti að vera pinnamatsbók en svo varð hún allt annað. Í þetta skipti tókst mér hins vegar að gera pinnamatsbók.“ Hér er ein af uppskriftum Nönnu, Pekanbaka með búrbonrjóma. Tengdar fréttir Pekanbaka með búrbonrjóma Nanna Rögnvaldsdóttir matgæðingur eldaði fyrir okkur dýrindis pekanböku með búrbonrjóma. 18. september 2010 16:55 Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Matreiðslubækur Nönnu Rögnvaldsdóttur hafa verið gríðarvinsælar á undanförnum árum og selst í um sjötíu þúsund eintökum. Sú ellefta í röðinni, Smáréttir, er nýkomin út. „Fólk er alltaf að leita að einhverjum hugmyndum að frekar einföldum og fljótlegum mat. Ég hef, held ég, orð á mér fyrir að vera með dálítið af svoleiðis uppskriftum," segir Nanna, spurð um skýringarnar á þessum vinsældum. „Ég er líka með alls konar nýstárlegar hugmyndir, kannski af því að ég les svo mikið af matreiðslubókum og fæ hugmyndir alls staðar að. Mér þykir vænt um að heyra fólk segja að þegar það eldi uppskriftirnar mínar sé það eins og mamma þeirra standi fyrir aftan það og horfi á. Mitt markmið hefur líka verið að leiðbeina fólki að vera sjálfstæðara í eldhúsinu og ekki rígbinda sig við uppskriftir." Þegar Nanna fær fjölskyldu sína í heimsókn fá gestirnir að velja það sem verður í matinn. Oftast verða þá heimilislegir réttir fyrir valinu eins og kjöt í karríi. Hún segir barnabörnin sína hörðustu gagnrýnendur. „Barnabörnin hika ekki við að segja: „Amma, þetta er ógeðslega vont"," segir hún og hlær. Nanna hélt í fyrradag sitt fyrsta útgáfuhóf, þar sem hún eldaði ofan í gestina hina ýmsu smárétti, þar á meðal 250 smápitsur og annað eins af kjötbollum. Hún segist lengi hafa ætlað að gera bók um smárétti. „Matreiðslubók Nönnu [sem hefur selst í um fjórtán þúsund eintökum] átti að vera pinnamatsbók en svo varð hún allt annað. Í þetta skipti tókst mér hins vegar að gera pinnamatsbók.“ Hér er ein af uppskriftum Nönnu, Pekanbaka með búrbonrjóma.
Tengdar fréttir Pekanbaka með búrbonrjóma Nanna Rögnvaldsdóttir matgæðingur eldaði fyrir okkur dýrindis pekanböku með búrbonrjóma. 18. september 2010 16:55 Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Pekanbaka með búrbonrjóma Nanna Rögnvaldsdóttir matgæðingur eldaði fyrir okkur dýrindis pekanböku með búrbonrjóma. 18. september 2010 16:55