Sannfærðir kirkjugestir 5. janúar 2010 00:01 Algengur misskilningur kemur gjarnan upp þegar umræðuna um aðskilnað ríkis og kirkju ber á góma. Að þar standi trúleysingjar fremstir í flokki þeirra sem vilja kirkjuna úr ríkisrekstri. Sem trúuð manneskja og fullgildur meðlimur í þjóðkirkjunni er ég viss um að vandamálin sem kirkjan glímir við í dag, doði og trúleysi, gætu kannski farið að leysast að einhverju leyti ef kirkjan tæki þá ákvörðun að hafna framlögum úr ríkiskassanum og kjósa frekar að standa á eigin fótum eins og önnur trúfélög á landinu. Vandi þjóðkirkjunnar sem ríkisstofnunar felst einmitt í því orði: ríkisstofnun. Guð er ekki ríkisstarfsmaður. Jesús var það ekki heldur á sínum tíma. Jesús var byltingarmaður sem trúði því að hans ríki væri af öðrum heimi. En því miður eru prestar þjóðkirkjunnar í mínum huga fyrst og fremst ríkisstarfsmenn; vissulega mikil alhæfing og eflaust eru þeir til sem þessi lýsing á ekki við. En þegar ég hugsa um þjóðkirkjuna í heild sinni er hún ekki sveipuð þeim baráttuanda né sannfæringarkrafti sem ætti að vera eitt af aðalsmerkjum hennar og hrífur fólk til trúar. Ríkiskirkjan stuðar mig ekki sem mikið ástríðuapparat enda þarf hún ekki að hafa miklar áhyggjur af kirkjusókn, fjárlögin taka vart tillit til þess hvort tíu eða hundrað mæta að meðaltali í kirkju um hverja helgi. Kirkjan þarf raunar heldur ekki að hafa neinar áhyggjur af trúarlífi landsmanna. Ríkið borgar hvernig sem staðan er. Á tímum efahyggju og vísinda hefur trúin átt undir högg að sækja. Og þá er stóra spurningin sú hvort mögulegt sé að sækja sína trúarsannfæringu til manna sem fá alltaf greidd laun í hverjum mánuði frá ríkinu. Að maður, sem hefur kvittað upp á að Guð eigi sinn þátt í sögunni, sem gaf son sinn svo að hann gæti frelsað mannkynið frá syndinni, skuli þiggja laun sín frá jafn óhelgri stofnun og ríkið er, getur varla talist rökrétt. Jú, kannski í menningarsögulegu tilliti en trúin á Jesú Krist hefur ekkert með „menningarsögulegt tillit“ að gera, trúin er ástríða, fullvissa þess að maður eigi fyrir höndum eilíft líf eftir dauðann. Íslensk kirkja hefur húsnæði, starfsfólk, oblátur og messuvín. Sannfæringin fyrir tilvist Guðs, sem er einmitt svo mest heillandi við það að vera kristinnar trúar, býr þó varla í ríkisbákni. Kirkjan virkar því miður fráhrindandi á mig en hún á hins vegar góðan möguleika á að ég öðlist trú á hana og þá helst ef hún berst fyrir eigin tilverurétti. Kirkjan ætti að taka ímynd sína og útgeislun til verulegrar endurskoðunar; hún virðist aðeins komast í umræðuna þegar hjónaleysi velja sér vinsælar tímasetningar á borð við 10.10.10. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun
Algengur misskilningur kemur gjarnan upp þegar umræðuna um aðskilnað ríkis og kirkju ber á góma. Að þar standi trúleysingjar fremstir í flokki þeirra sem vilja kirkjuna úr ríkisrekstri. Sem trúuð manneskja og fullgildur meðlimur í þjóðkirkjunni er ég viss um að vandamálin sem kirkjan glímir við í dag, doði og trúleysi, gætu kannski farið að leysast að einhverju leyti ef kirkjan tæki þá ákvörðun að hafna framlögum úr ríkiskassanum og kjósa frekar að standa á eigin fótum eins og önnur trúfélög á landinu. Vandi þjóðkirkjunnar sem ríkisstofnunar felst einmitt í því orði: ríkisstofnun. Guð er ekki ríkisstarfsmaður. Jesús var það ekki heldur á sínum tíma. Jesús var byltingarmaður sem trúði því að hans ríki væri af öðrum heimi. En því miður eru prestar þjóðkirkjunnar í mínum huga fyrst og fremst ríkisstarfsmenn; vissulega mikil alhæfing og eflaust eru þeir til sem þessi lýsing á ekki við. En þegar ég hugsa um þjóðkirkjuna í heild sinni er hún ekki sveipuð þeim baráttuanda né sannfæringarkrafti sem ætti að vera eitt af aðalsmerkjum hennar og hrífur fólk til trúar. Ríkiskirkjan stuðar mig ekki sem mikið ástríðuapparat enda þarf hún ekki að hafa miklar áhyggjur af kirkjusókn, fjárlögin taka vart tillit til þess hvort tíu eða hundrað mæta að meðaltali í kirkju um hverja helgi. Kirkjan þarf raunar heldur ekki að hafa neinar áhyggjur af trúarlífi landsmanna. Ríkið borgar hvernig sem staðan er. Á tímum efahyggju og vísinda hefur trúin átt undir högg að sækja. Og þá er stóra spurningin sú hvort mögulegt sé að sækja sína trúarsannfæringu til manna sem fá alltaf greidd laun í hverjum mánuði frá ríkinu. Að maður, sem hefur kvittað upp á að Guð eigi sinn þátt í sögunni, sem gaf son sinn svo að hann gæti frelsað mannkynið frá syndinni, skuli þiggja laun sín frá jafn óhelgri stofnun og ríkið er, getur varla talist rökrétt. Jú, kannski í menningarsögulegu tilliti en trúin á Jesú Krist hefur ekkert með „menningarsögulegt tillit“ að gera, trúin er ástríða, fullvissa þess að maður eigi fyrir höndum eilíft líf eftir dauðann. Íslensk kirkja hefur húsnæði, starfsfólk, oblátur og messuvín. Sannfæringin fyrir tilvist Guðs, sem er einmitt svo mest heillandi við það að vera kristinnar trúar, býr þó varla í ríkisbákni. Kirkjan virkar því miður fráhrindandi á mig en hún á hins vegar góðan möguleika á að ég öðlist trú á hana og þá helst ef hún berst fyrir eigin tilverurétti. Kirkjan ætti að taka ímynd sína og útgeislun til verulegrar endurskoðunar; hún virðist aðeins komast í umræðuna þegar hjónaleysi velja sér vinsælar tímasetningar á borð við 10.10.10.