Nú styttist í að kvikmyndin Sex and the City 2 verði frumsýnd og eru aðalleikkonur hennar daglegir gestir í viðtölum út um allan heim.
Nýlega var nýtt plakat fyrir myndina gert opinbert og er óhætt að segja að myndvinnslufólkið sem gekk frá því hafi misst sig aðeins í Photoshop. Fjölmargir aðdáendur þáttanna og myndanna mótmæla þessu enda er eitt meginþema þeirra hversu aðalpersónurnar eru glæsilegar á miðjum aldri.
Sex and the City 2 er frumsýnd hérlendis 4. júní. Hér má sjá stiklu fyrir myndina.
Photoshop-flipp á Sex and the City 2-plakati

Mest lesið
Fleiri fréttir
