Button bjartsýnn með McLaren 18. janúar 2010 14:46 Gordon Brown heilsar upp á Jenson Button, en Bretar eru stoltir af meistarnum sínum. mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Jenson Button gekk til liðs við McLaren eftir að hafa unnið titilinn með Brawn í fyrra. Hann kann vel við sig hjá nýju liði og ekur með Lewis Hamilton. "Ég er jákvæðari en ella hjá McLaren og hef undirbúið mig vel í allan vetur. Ég hef unnið í líkamlegu og andlegu ásigkomulagi og það er mér kært að keppa með McLaren. Þeir gáfu mér tækifæri á að prófa bíl árið 1999 þegar ég var valinn ungliði ársins", sagði Button á Autosport sýningunni í Bretlandi um helgina. "McLaren menn þekkja að það er alltaf álag að skipta um lið og þá hungrar í árangur. Ég veit ekki hvaða lið mun smíða besta bílinn í ár, en við Lewis Hamilton munum berjast af fullum krafti að landa titilinum í ár." "Við Hamilton verðum sterkir saman hjá sama liði. Það er engin ástæða til að fullyrða um hvor vinnur hvern. Við verðum samhentir og munum vonandi kæta breska áhorfendur. Þá mun endurkoma Schumachers verða hvatning fyrir gamla aðdáendur og hann verður klár í slaginn. Það yrði gaman að sjá hann meðal þeirra fremstu", sagði Button. Sjá viðtal Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Heimsmeistarinn Jenson Button gekk til liðs við McLaren eftir að hafa unnið titilinn með Brawn í fyrra. Hann kann vel við sig hjá nýju liði og ekur með Lewis Hamilton. "Ég er jákvæðari en ella hjá McLaren og hef undirbúið mig vel í allan vetur. Ég hef unnið í líkamlegu og andlegu ásigkomulagi og það er mér kært að keppa með McLaren. Þeir gáfu mér tækifæri á að prófa bíl árið 1999 þegar ég var valinn ungliði ársins", sagði Button á Autosport sýningunni í Bretlandi um helgina. "McLaren menn þekkja að það er alltaf álag að skipta um lið og þá hungrar í árangur. Ég veit ekki hvaða lið mun smíða besta bílinn í ár, en við Lewis Hamilton munum berjast af fullum krafti að landa titilinum í ár." "Við Hamilton verðum sterkir saman hjá sama liði. Það er engin ástæða til að fullyrða um hvor vinnur hvern. Við verðum samhentir og munum vonandi kæta breska áhorfendur. Þá mun endurkoma Schumachers verða hvatning fyrir gamla aðdáendur og hann verður klár í slaginn. Það yrði gaman að sjá hann meðal þeirra fremstu", sagði Button. Sjá viðtal
Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira