Viðskipti erlent

Bandaríski markaðurinn í uppsveiflu

Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn hóf daginn með töluverði uppsveiflu og fylgir þar með í fótspor Evrópu í morgun og Asíu í nótt. Ástæðan er risavaxinn neyðarsjóður upp á 759 milljarða evra sem ESB samþykkti í nótt.

Dow Jones vísitalan hefur hækkað um 4% í fyrstu viðskiptum dagsins, S&P 500 vísitalan um 4,3% og Nasdag um 4,4%. Hækkun S&P 500 er sú mesta innan eins dags síðan í apríl í fyrra.

Í frétt á Bloomberg fréttaveitunni segir að það séu bankar sem einkum keyri hækkanir á Wall Street í augnablikinu en hlutir í Citigroup, Bank of America og Morgan Stanley hafa allir hækkað um yfir 4%.

Þá hafa Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, og Chevron Corp. einnig komið vel út úr startholunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×