Leiksýning fyrir alla fjölskylduna um þjóðkunna sögupersónu, Dísu ljósálf, var frumsýnd í Austurbæ í gær. Í aðalhlutverkum eru Álfrún Helga Örnólfsdóttir og Steinn Ármann Magnússon.
Meðfylgjandi myndir voru teknar af frumsýningargestum sem skemmtu sér konunglega ef marka má fagnaðarlætin sem brutust út í lok sýningar.
Hér má líka sjá þegar leikarar, danshöfundar og höfundarnir Gunnar Þórðarson og Páll Baldvin Baldvinsson hneigja sig eftir frábæra sýningu.
Dísa ljósálfur frumsýnd
