Viðskipti erlent

Bank of America lokar á WikiLeaks

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Bank of America, einn stærsti banki í heimi, er hættur að taka við greiðslum fyrir uppljóstrunarsíðuna WikiLeaks.

Ástæðan sem stjórnendur bankans gefa upp er að WikiLeaks taki hugsanlega þátt í aðgerðum sem séu ekki í samræmi við starfsreglur sem bankinn vilji byggja viðskipti sín á. WikiLeaks brást við með því að hvetja stuðningsmenn síðunnar til þess að hætta viðskiptum við bankann, en um er að ræða einn stærsta banka í heimi, segir á fréttavef BBC.

MasterCard, PayPal og aðrar stórar fjármálastofnanir hafa áður hætt að taka við greiðslum fyrir WikiLeaks. Margar þessara stofnana hafa sætt árásum netþrjóta vegna afstöðu sinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×