Höfundur Makalaus byrjuð með Kalla í Baggalút 17. ágúst 2010 17:00 Ást við fyrstu sýn! Tobba Marínós er ekki lengur makalaus en hún er ánægð í faðmi borgarfulltrúans Karls Siguðarsonar. „Jú ég get staðfest það. Við erum að hittast,“ svarar Þorbjörg Marinósdóttir (26), betur þekkt sem Tobba, spurð hvort hún og Karl Sigurðarson (34) borgarfulltrúi Besta flokksins og söngvari hljómsveitarinnar Baggalúts séu par. Athygli vakti þegar Tobba, höfundur bókarinnar Makalaus og einstakur ráðgjafi einhleypra stúlkna á landinu, breytti hjúskaparstöðu sinn frá einhleyp yfir í í sambandi á samkiptasíðunni Facebook í gær. „Við erum búin að vera að hittast síðan seint í sumar og bara smullum strax,“ segir Tobba, í skýjunum með Kalla. „Við erum rosalega ólík en samt svo lík. Okkur finnst til dæmis báðum alveg æðislegt að vera bara heima og spila rommý. En á meðan ég hlusta á FM957 hlustar hann á Rás tvö. Þegar ég fer í spinning á morgnana er hann að drattast heim af ölstofunni,“ segir Tobba hlæjandi og vill meina að þau séu með sama húmor og hlæi mikið þegar þau eru saman. En hvernig kynntust þau? „Sko þetta byrjaði allt þegar ég las frétt eftir kollega minn í Séð og Heyrt, þar sem ég vinn, að Kalli væri eini makalausi borgarfulltrúi Besta flokksins. Ég sá hann svo á Ölstofunni eitt kvöldið og reyndi að koma honum saman við aðra stelpu. Gekk upp að honum með stúlkuna og sagði þeim að kynnast. Hann bara hló að mér og svo fórum við að tala saman. Höfum eiginlega ekki hætt síðan,“ segir Tobba glöð í bragði en hlutirnir hafa æxlast hratt síðan parið hittist. Tobba, býr í Kópavogi, og hefur að eigin sögn aðeins einu sinni náð að lokka miðbæjarmanninn í heimsókn til sín. „Það hefur verið þannig hingað til að ég hef eytt helgunum í Reykjavík en virku dögunum í úthverfinu,“ segir Tobba og bætir við að hún og Karl deili stundum um það hvort sé betra að búa í Kópavogi eða Reykjavík. Tobba lokar ekki á að borgarfulltrúinn nái að lokka hana yfir í höfuðborgina í framtíðinni. Bókin Makalaus hefur notið mikillar velgengni undanfarið og stefnir Tobba á að senda frá sér Makalaus 2 í maí á næsta ári. „Ég er að vinna að framhaldinu og leggst í skriftir þegar um hægist.“ alfrun@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
„Jú ég get staðfest það. Við erum að hittast,“ svarar Þorbjörg Marinósdóttir (26), betur þekkt sem Tobba, spurð hvort hún og Karl Sigurðarson (34) borgarfulltrúi Besta flokksins og söngvari hljómsveitarinnar Baggalúts séu par. Athygli vakti þegar Tobba, höfundur bókarinnar Makalaus og einstakur ráðgjafi einhleypra stúlkna á landinu, breytti hjúskaparstöðu sinn frá einhleyp yfir í í sambandi á samkiptasíðunni Facebook í gær. „Við erum búin að vera að hittast síðan seint í sumar og bara smullum strax,“ segir Tobba, í skýjunum með Kalla. „Við erum rosalega ólík en samt svo lík. Okkur finnst til dæmis báðum alveg æðislegt að vera bara heima og spila rommý. En á meðan ég hlusta á FM957 hlustar hann á Rás tvö. Þegar ég fer í spinning á morgnana er hann að drattast heim af ölstofunni,“ segir Tobba hlæjandi og vill meina að þau séu með sama húmor og hlæi mikið þegar þau eru saman. En hvernig kynntust þau? „Sko þetta byrjaði allt þegar ég las frétt eftir kollega minn í Séð og Heyrt, þar sem ég vinn, að Kalli væri eini makalausi borgarfulltrúi Besta flokksins. Ég sá hann svo á Ölstofunni eitt kvöldið og reyndi að koma honum saman við aðra stelpu. Gekk upp að honum með stúlkuna og sagði þeim að kynnast. Hann bara hló að mér og svo fórum við að tala saman. Höfum eiginlega ekki hætt síðan,“ segir Tobba glöð í bragði en hlutirnir hafa æxlast hratt síðan parið hittist. Tobba, býr í Kópavogi, og hefur að eigin sögn aðeins einu sinni náð að lokka miðbæjarmanninn í heimsókn til sín. „Það hefur verið þannig hingað til að ég hef eytt helgunum í Reykjavík en virku dögunum í úthverfinu,“ segir Tobba og bætir við að hún og Karl deili stundum um það hvort sé betra að búa í Kópavogi eða Reykjavík. Tobba lokar ekki á að borgarfulltrúinn nái að lokka hana yfir í höfuðborgina í framtíðinni. Bókin Makalaus hefur notið mikillar velgengni undanfarið og stefnir Tobba á að senda frá sér Makalaus 2 í maí á næsta ári. „Ég er að vinna að framhaldinu og leggst í skriftir þegar um hægist.“ alfrun@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira