Vettel: Ýmist talinn frábær eða bjáni 3. september 2010 13:03 Sebastian Vettel ekur með Red Bull. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel telur að hann eigi eftir að vaxa frá atviki sem varð í kappakstrinum á Spa brautinni í Belgíu um síðustu helgi. Þá keyrði hann meistarann Jenson Button út úr brautinni, þegar hann reyndi framúrakstur. Í frétt á autosport.com er greint frá samtali við Vettel í þýska blaðinu Auto Bil Motorsport. "Fórmúla 1 er stórkostleg. Ef allt gengur vel, þá er maður frábæri. Ef maður gerir mistök og fólk veit ekki ástæðuna fyrir þeim, þá er maður fljótur að vera talinn bjáni. Það sem er mest um vert, er að ég viti sannleikann sjálfur", sagði Vettel í umfjöllun þýska blaðsins. "Ég sofnaði á verðinum fyrir aftan öryggisbílinn í Ungverjalandi og gerði mistök og í Spa gerði ég líka mistök þegar ég snerist við framúrakstur á Button. En ég er nógu opinn og heiðarlegur til að viðurkenna það." "Ég er ekki stoltur af þessu, en þessu verður ekki breytt og ég verð bar að gæta þess að gera þetta ekki aftur. Mistök gera mann að betri ökumanni." Þrátt fyrir ágjöf innan og utan brautar á árinu og sú staðreynd að Vettel hefur tapað af mörgum stigum að undanförnu, þá telur Vettel að hann eigi möguleika á titlinum. "Við erum lið og þó við höfum lent í vandamálum, þá höfum við landað stigum. Ekki vegna heppni, heldur vegna þess að samspilið er sterkt. Ég hef ekki ahyggjur af sjálfum mér. Ég veit hve góðir við erum og ég mun landa titlinum á árinu. Það hefur ekki allt gengið samkvæmt bókinni, en ég er samt 31 stigi á eftir", sagði Vettel og gat þess að hann myndi sækja hratt á þeim sem er á undan honum í stigamótinu sem stendur. Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel telur að hann eigi eftir að vaxa frá atviki sem varð í kappakstrinum á Spa brautinni í Belgíu um síðustu helgi. Þá keyrði hann meistarann Jenson Button út úr brautinni, þegar hann reyndi framúrakstur. Í frétt á autosport.com er greint frá samtali við Vettel í þýska blaðinu Auto Bil Motorsport. "Fórmúla 1 er stórkostleg. Ef allt gengur vel, þá er maður frábæri. Ef maður gerir mistök og fólk veit ekki ástæðuna fyrir þeim, þá er maður fljótur að vera talinn bjáni. Það sem er mest um vert, er að ég viti sannleikann sjálfur", sagði Vettel í umfjöllun þýska blaðsins. "Ég sofnaði á verðinum fyrir aftan öryggisbílinn í Ungverjalandi og gerði mistök og í Spa gerði ég líka mistök þegar ég snerist við framúrakstur á Button. En ég er nógu opinn og heiðarlegur til að viðurkenna það." "Ég er ekki stoltur af þessu, en þessu verður ekki breytt og ég verð bar að gæta þess að gera þetta ekki aftur. Mistök gera mann að betri ökumanni." Þrátt fyrir ágjöf innan og utan brautar á árinu og sú staðreynd að Vettel hefur tapað af mörgum stigum að undanförnu, þá telur Vettel að hann eigi möguleika á titlinum. "Við erum lið og þó við höfum lent í vandamálum, þá höfum við landað stigum. Ekki vegna heppni, heldur vegna þess að samspilið er sterkt. Ég hef ekki ahyggjur af sjálfum mér. Ég veit hve góðir við erum og ég mun landa titlinum á árinu. Það hefur ekki allt gengið samkvæmt bókinni, en ég er samt 31 stigi á eftir", sagði Vettel og gat þess að hann myndi sækja hratt á þeim sem er á undan honum í stigamótinu sem stendur.
Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira