Helstirnið Enron Elísabet Brekkan skrifar 27. september 2010 12:28 Sýningin er mikið sjónarspil. HelstirniðLeikhús / ****Enron - Borgarleikhúsið. Höfundur: Lucy Prebble. Leikstjóri: Stefán Jónsson. Aðalhlutverk: Stefán Hallur Stefánsson, Bergur Þór Ingólfsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Hjalti Rögnvaldsson.Á fimmtudagskvöld var ein "heitasta" leiksýning nútímans, Enron eftir Lucy Prebble, frumsýnd í Borgarleikhúsinu.Sagan um Enron, ris þess og fall, er flestum kunn. Hún átti eftir að endurtaka sig hér á Íslandi þegar fjármálakerfið hrundi.Höfundur velur mjög nákvæma heimildarvísun raunverulegu atburðanna sem leiddi til stærsta gjaldþrots vestanhafs, fram að þeim tíma. Lucy Prebble ræðst hér inn í karlaveldið og sýnir okkur vel nokkrar staðlaðar myndir þeirra jakkafataklæddu "snillinga" sem í ábyrgðarlausum tryllingslegum leik rústa líf ekki aðeins þúsunda manna heldur milljóna.Fimmtán manna leikhópur kemur sögunni til skila. Kvikmyndir, klipp úr sjónvarpsþáttum, forsetaframboð Bush yngri, Clinton og sannleikurinn auk fleiri myndskeiða vefjast inn í leikinn og litskrúðugar tölur (sem segja ekki neitt) æsa hina gráklæddu piltstúfa og kauphallarbrjálæðinga sem dansa, rappa og sturlast jöfnum höndum eftir því sem hlutabréf hníga og falla. Í hópatriðum er vel sýnt hvernig sefjunin á sér stað, ekki ósvipað og hjá öfgatrúarhópum.Stefán Hallur Stefánsson fer með hlutverk forstjórans Jeffrey Skilling. Hann virðist í upphafi vera lærdómsfús, heldur við aðalgellu fyrirtækisins, sem auk þess að vera nokkuð glyðruleg er greinilega sú sem stjórnar fyrirtækinu fyrir hönd hins aldraða Ken Lay, sem hefur meiri áhuga á frístundabrasi og hinu ljúfa lífi heldur en rekstri fyrirtækisins. Í stað þess að velja Claudiu sem forstýru lætur hann Skilling tala sig til. Stefán Hallur skilar vel þessum unga metnaðargjarna einstefnumanni sem virðist í upphafi trúa á hugmyndafræðina.Sér til aðstoðar fær Skilling fjármálasnillinginn Andy Fastow til þess að byggja nýtt viðskiptamódel: eðluétandi geymslu milljónataps, sem hér í daglegu tali gengur undir nafninu skúffufyrirtæki. Bergur Þór Ingólfsson leikur Andy eftirminnilega.Persónur þeirra Stefáns Halls og Bergs Þórs eru flottar andstæður auk þess sem samleikur þeirra er góður. Jóhanna Vigdís Arnardóttir fer með hlutverk Claudiu og sýnir að vanda styrk og útgeislun. Þótt Claudia sé vel að sér og hafi ratað á forsíður blaða sem ein valdamesta kona veraldar er hún engu að síður aðeins kyntákn þegar til kastanna kemur. Að bera Jóhönnu Vigdísi hér saman við vammlausu stúlkuna sem hún lék í "Fjölskyldunni" sýnir hversu fantagóð leikkona hún er.Enron er mikið sjónarspil og varla sú danshefð amerísk sem ekki brýst fram, né heldur atriði úr fjölmiðlum sem menn ekki kannast við. Sjónvarpsfréttakonan sem gjammar og strýkur meðhárs er líklega mörgum kunn. Halldóra Geirharðs sýndi snilldartakta í túlkun hennar.Sterkustu atriðin voru þegar venjulega fólkið kom til fundar við "snillinginn" og sagði frá sínum óförum. Halldór Gylfason í hlutverki öryggisvarðarins sem tapaði öllu verður eins og lóðið sem dregur loftbólurnar niður á jörðina.Hjalti Rögnvaldsson fer með hlutverk Ken Lay, látinn vera fremur afskiptalaus með meiri áhuga fyrir pólitískum vinum sínum, en þó sá sem heldur um stjórnartaumana bakvið tjöldin. Skýrmæltur að vanda kemur hann klisjunum vel til skila. Vigdís Gunnarsdóttir og Ellert A. Ingimundarson sem þingmenn og hlutabréfasali voru frábær.Það eru mörg hnyttin atriði í sýningunni sem koma skemmtilega á óvart, en að ósekju hefði mátt draga úr útskýringum. Leikur ljósa og tóna fylgdi vel og espaði upp hysteríuna sem einnig þróaðist vel með leikurum. Þetta var vel samsettur leikhópur og virðist sýn leikstjórans og markmið skýr þó svo að hóp-atriði hafi oft verið of löng í fyrri hlutanum.Ein aðalsnilldin hjá Jeffrey Skilling var rafmagnsævintýrið í Kaliforníu, þar sem örfáir brjálæðingar í krafti frjálshyggjunnar slökktu í eiginlegri merkingu á sjötta stærsta hagkerfi veraldar. Fjárkúgun eftir að regluverkið hafði verið lagt í auðn. Er nokkur von til þess að Nýja Ísland dragi lærdóm af þessu?Niðurstaða: Góð leikræn útskýring á hruninu. Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
HelstirniðLeikhús / ****Enron - Borgarleikhúsið. Höfundur: Lucy Prebble. Leikstjóri: Stefán Jónsson. Aðalhlutverk: Stefán Hallur Stefánsson, Bergur Þór Ingólfsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Hjalti Rögnvaldsson.Á fimmtudagskvöld var ein "heitasta" leiksýning nútímans, Enron eftir Lucy Prebble, frumsýnd í Borgarleikhúsinu.Sagan um Enron, ris þess og fall, er flestum kunn. Hún átti eftir að endurtaka sig hér á Íslandi þegar fjármálakerfið hrundi.Höfundur velur mjög nákvæma heimildarvísun raunverulegu atburðanna sem leiddi til stærsta gjaldþrots vestanhafs, fram að þeim tíma. Lucy Prebble ræðst hér inn í karlaveldið og sýnir okkur vel nokkrar staðlaðar myndir þeirra jakkafataklæddu "snillinga" sem í ábyrgðarlausum tryllingslegum leik rústa líf ekki aðeins þúsunda manna heldur milljóna.Fimmtán manna leikhópur kemur sögunni til skila. Kvikmyndir, klipp úr sjónvarpsþáttum, forsetaframboð Bush yngri, Clinton og sannleikurinn auk fleiri myndskeiða vefjast inn í leikinn og litskrúðugar tölur (sem segja ekki neitt) æsa hina gráklæddu piltstúfa og kauphallarbrjálæðinga sem dansa, rappa og sturlast jöfnum höndum eftir því sem hlutabréf hníga og falla. Í hópatriðum er vel sýnt hvernig sefjunin á sér stað, ekki ósvipað og hjá öfgatrúarhópum.Stefán Hallur Stefánsson fer með hlutverk forstjórans Jeffrey Skilling. Hann virðist í upphafi vera lærdómsfús, heldur við aðalgellu fyrirtækisins, sem auk þess að vera nokkuð glyðruleg er greinilega sú sem stjórnar fyrirtækinu fyrir hönd hins aldraða Ken Lay, sem hefur meiri áhuga á frístundabrasi og hinu ljúfa lífi heldur en rekstri fyrirtækisins. Í stað þess að velja Claudiu sem forstýru lætur hann Skilling tala sig til. Stefán Hallur skilar vel þessum unga metnaðargjarna einstefnumanni sem virðist í upphafi trúa á hugmyndafræðina.Sér til aðstoðar fær Skilling fjármálasnillinginn Andy Fastow til þess að byggja nýtt viðskiptamódel: eðluétandi geymslu milljónataps, sem hér í daglegu tali gengur undir nafninu skúffufyrirtæki. Bergur Þór Ingólfsson leikur Andy eftirminnilega.Persónur þeirra Stefáns Halls og Bergs Þórs eru flottar andstæður auk þess sem samleikur þeirra er góður. Jóhanna Vigdís Arnardóttir fer með hlutverk Claudiu og sýnir að vanda styrk og útgeislun. Þótt Claudia sé vel að sér og hafi ratað á forsíður blaða sem ein valdamesta kona veraldar er hún engu að síður aðeins kyntákn þegar til kastanna kemur. Að bera Jóhönnu Vigdísi hér saman við vammlausu stúlkuna sem hún lék í "Fjölskyldunni" sýnir hversu fantagóð leikkona hún er.Enron er mikið sjónarspil og varla sú danshefð amerísk sem ekki brýst fram, né heldur atriði úr fjölmiðlum sem menn ekki kannast við. Sjónvarpsfréttakonan sem gjammar og strýkur meðhárs er líklega mörgum kunn. Halldóra Geirharðs sýndi snilldartakta í túlkun hennar.Sterkustu atriðin voru þegar venjulega fólkið kom til fundar við "snillinginn" og sagði frá sínum óförum. Halldór Gylfason í hlutverki öryggisvarðarins sem tapaði öllu verður eins og lóðið sem dregur loftbólurnar niður á jörðina.Hjalti Rögnvaldsson fer með hlutverk Ken Lay, látinn vera fremur afskiptalaus með meiri áhuga fyrir pólitískum vinum sínum, en þó sá sem heldur um stjórnartaumana bakvið tjöldin. Skýrmæltur að vanda kemur hann klisjunum vel til skila. Vigdís Gunnarsdóttir og Ellert A. Ingimundarson sem þingmenn og hlutabréfasali voru frábær.Það eru mörg hnyttin atriði í sýningunni sem koma skemmtilega á óvart, en að ósekju hefði mátt draga úr útskýringum. Leikur ljósa og tóna fylgdi vel og espaði upp hysteríuna sem einnig þróaðist vel með leikurum. Þetta var vel samsettur leikhópur og virðist sýn leikstjórans og markmið skýr þó svo að hóp-atriði hafi oft verið of löng í fyrri hlutanum.Ein aðalsnilldin hjá Jeffrey Skilling var rafmagnsævintýrið í Kaliforníu, þar sem örfáir brjálæðingar í krafti frjálshyggjunnar slökktu í eiginlegri merkingu á sjötta stærsta hagkerfi veraldar. Fjárkúgun eftir að regluverkið hafði verið lagt í auðn. Er nokkur von til þess að Nýja Ísland dragi lærdóm af þessu?Niðurstaða: Góð leikræn útskýring á hruninu.
Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira