Keppinautar Brawn vilja stela kostandanum 28. maí 2009 08:59 Það er ekki aðeins barist á brautinni eða vegna reglubreytinga, heldur eru keppnislið að berjast um bitann hvað varðar auglýsendur. Mynd: AFP Nick Fry, framkvæmdarstjóri Brawn liðsins orðaði heldur klaufalega hvernig lið sitt sparar fé í rekstri liiðsins sem stóð höllum fæti og munaði minnstu að það færi á uppboð fyrir tímabilið. Brawn er með augýsingasamning við Virgin flugfélag Richards Branson og til greina kemur að Branson verði aðal styrktaraðili liðsins, enda hefur Brawn unnið fimm af fyrstu sex mótum ársins. Á meðan hefur stórliðum Ferrari, McLaren, Renault og BMW ekkert gengið. Brawn hefur tryggt sér rekstrarfé út árið og Fry segir að liðið leiti enn styrktaraðila. En trúlega hefur það ekki fallið í sérlega góðan jarðveg að hann segist nota Easy Jet til flugferða með allt keppnisliðið, en Virgin er merkt á keppnisbílnum. "Þegar fjárráð eru takmörkuð, þá er það eina rétta að nota Easy Jet og við Ross notum það flugfélag til að spara. Í staðinn getum við nota peninga til að þróa bílinn áfram á árinu", sagði Fry. Hann er í miðjum samningaviðræðum við Branson um aukna kostun, en í Mónakó voru önnur keppnislið að sverma fyrir Branson. "Við erum enn að reyna tryggja okkur rekstrargrundvöll til framtíðar og vegna velgengni okkar þurfum við ekki að taka fyrsta tilboði sem berst vegna auglýsingasamninga. Við þurfum að semja til 3-5 ára og erum m.a. í viðræðum við Branson og reyndar fleiri. Trúlega er hann að ræða við önnur lið og það er bara eðlilegt í stöðunni"; sagði Fry aðspurður um fréttir þess efnis að önnur lið væru að sækja í Branson. Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Nick Fry, framkvæmdarstjóri Brawn liðsins orðaði heldur klaufalega hvernig lið sitt sparar fé í rekstri liiðsins sem stóð höllum fæti og munaði minnstu að það færi á uppboð fyrir tímabilið. Brawn er með augýsingasamning við Virgin flugfélag Richards Branson og til greina kemur að Branson verði aðal styrktaraðili liðsins, enda hefur Brawn unnið fimm af fyrstu sex mótum ársins. Á meðan hefur stórliðum Ferrari, McLaren, Renault og BMW ekkert gengið. Brawn hefur tryggt sér rekstrarfé út árið og Fry segir að liðið leiti enn styrktaraðila. En trúlega hefur það ekki fallið í sérlega góðan jarðveg að hann segist nota Easy Jet til flugferða með allt keppnisliðið, en Virgin er merkt á keppnisbílnum. "Þegar fjárráð eru takmörkuð, þá er það eina rétta að nota Easy Jet og við Ross notum það flugfélag til að spara. Í staðinn getum við nota peninga til að þróa bílinn áfram á árinu", sagði Fry. Hann er í miðjum samningaviðræðum við Branson um aukna kostun, en í Mónakó voru önnur keppnislið að sverma fyrir Branson. "Við erum enn að reyna tryggja okkur rekstrargrundvöll til framtíðar og vegna velgengni okkar þurfum við ekki að taka fyrsta tilboði sem berst vegna auglýsingasamninga. Við þurfum að semja til 3-5 ára og erum m.a. í viðræðum við Branson og reyndar fleiri. Trúlega er hann að ræða við önnur lið og það er bara eðlilegt í stöðunni"; sagði Fry aðspurður um fréttir þess efnis að önnur lið væru að sækja í Branson.
Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira