Spilar fyrir milljónir Þjóðverja 11. febrúar 2009 04:00 Tónlistarmaðurinn Pétur Ben kemur fram í einum vinsælasta tónlistarþætti Þýskalands í lok mars. Tónlistarmaðurinn Pétur Ben kemur fram í vinsælasta tónlistarþætti þýska ríkissjónvarpsins, WDR, í lok næsta mánaðar. Milljónir manna horfa á þáttinn í hverri viku og því er um sérlega góða kynningu að ræða fyrir Pétur. Hann segist ekki hafa þorað öðru en að taka þessu boði því ekki veiti af frekari kynningu þar í landi. „Ég er ekki búinn að vera það duglegur að spila í Þýskalandi. Ég hef farið í túr um Þýskaland svona tvisvar en bara í mýflugumynd," segir hann og ætlar að nýta ferðalagið og halda þar fleiri tónleika. Pétur mun spila ásamt hljómsveit sinni í heilar 75 mínútur fyrir framan hóp sjónvarpsáhorfenda og þarf því að vera í hörkuformi þegar stóra stundin rennur upp. „Ég þarf að vera ansi vel búinn undir þetta," viðurkennir hann og hlakkar til verkefnisins. Þátturinn, sem heitir Rockpalast, verður tekinn upp eins og um beina útsendingu sé að ræða en hann verður þó ekki sýndur beint, heldur um tveimur vikum seinna. Pétur hefur annars í nógu að snúast hér heima. Hann tekur þátt í uppfærslu Íslenska dansflokksins á verkinu Velkomin heim auk þess sem hann er önnum kafinn við upptökur á nýrri plötu með Ellen Kristjánsdóttur sem er væntanleg fyrir jólin. Eftir að henni lýkur ætlar hann að taka upp sína aðra sólóplötu, sem einnig kemur út fyrir jólin ef allt gengur að óskum. - fb Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Pétur Ben kemur fram í vinsælasta tónlistarþætti þýska ríkissjónvarpsins, WDR, í lok næsta mánaðar. Milljónir manna horfa á þáttinn í hverri viku og því er um sérlega góða kynningu að ræða fyrir Pétur. Hann segist ekki hafa þorað öðru en að taka þessu boði því ekki veiti af frekari kynningu þar í landi. „Ég er ekki búinn að vera það duglegur að spila í Þýskalandi. Ég hef farið í túr um Þýskaland svona tvisvar en bara í mýflugumynd," segir hann og ætlar að nýta ferðalagið og halda þar fleiri tónleika. Pétur mun spila ásamt hljómsveit sinni í heilar 75 mínútur fyrir framan hóp sjónvarpsáhorfenda og þarf því að vera í hörkuformi þegar stóra stundin rennur upp. „Ég þarf að vera ansi vel búinn undir þetta," viðurkennir hann og hlakkar til verkefnisins. Þátturinn, sem heitir Rockpalast, verður tekinn upp eins og um beina útsendingu sé að ræða en hann verður þó ekki sýndur beint, heldur um tveimur vikum seinna. Pétur hefur annars í nógu að snúast hér heima. Hann tekur þátt í uppfærslu Íslenska dansflokksins á verkinu Velkomin heim auk þess sem hann er önnum kafinn við upptökur á nýrri plötu með Ellen Kristjánsdóttur sem er væntanleg fyrir jólin. Eftir að henni lýkur ætlar hann að taka upp sína aðra sólóplötu, sem einnig kemur út fyrir jólin ef allt gengur að óskum. - fb
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira