Tilbrigði við Rómeó og Júlíu 8. janúar 2009 06:00 James Mangold er sagður ætla að leikstýra kvikmyndinni Júlíu sem fjallar um afkomanda einhverra þekktustu elskenda í heimi, Rómeó og Júlíu. Bók danska rithöfundarins Anne Fortier, Julia, hefur vakið mikla athygli og bandaríski leikstjórinn James Mangold hefur þegar tryggt sér kvikmyndaréttinn. Þetta þykja kannski ekki merkileg tíðindi nema að bók Fortier kemur ekki út fyrr en árið 2010. Hins vegar verður ekki annað sagt en að söguþráðurinn sé æði merkilegur því hún segir sögu Júlíu sem kemst að því að hún er fjarskyldur ættingi þessara þekktustu elskenda bókmenntasögunnar. Fortier fer síðan með lesendur í tímaflakk, frá miðöldum í Veróna til dagsins í dag. Rómeó og Júlía er meðal þekktustu leikverka heims en það er meðal fyrstu verka Williams Shakespeare. Leikverkið hefur verið kvikmyndað ótal sinnum, þar frægust er kvikmyndaútfærsla Baz Luhrman með þeim Claire Danes og Leonardo Di Caprio í aðalhlutverkum. Bók Fortier olli miklum usla á bókamessunni í Frankfurt í september og margir kvikmyndaspekúlantar eru sannfærðir um að þarna sé ákaflega spennandi verk í smíðum sem eigi eftir að henta hvíta tjaldinu fullkomlega. Mangold er meðal færustu leikstjóra Hollywood um þessar mundir en eftir hann liggja meðal annars kvikmyndirnar Girl, Interrupted; Walk the Line og 3:10 to Yuma. Hann er einn framleiðenda að sjónvarpsþáttunum Men in Trees sem sýndir hafa verið á Stöð 2 við miklar vinsældir. Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Bók danska rithöfundarins Anne Fortier, Julia, hefur vakið mikla athygli og bandaríski leikstjórinn James Mangold hefur þegar tryggt sér kvikmyndaréttinn. Þetta þykja kannski ekki merkileg tíðindi nema að bók Fortier kemur ekki út fyrr en árið 2010. Hins vegar verður ekki annað sagt en að söguþráðurinn sé æði merkilegur því hún segir sögu Júlíu sem kemst að því að hún er fjarskyldur ættingi þessara þekktustu elskenda bókmenntasögunnar. Fortier fer síðan með lesendur í tímaflakk, frá miðöldum í Veróna til dagsins í dag. Rómeó og Júlía er meðal þekktustu leikverka heims en það er meðal fyrstu verka Williams Shakespeare. Leikverkið hefur verið kvikmyndað ótal sinnum, þar frægust er kvikmyndaútfærsla Baz Luhrman með þeim Claire Danes og Leonardo Di Caprio í aðalhlutverkum. Bók Fortier olli miklum usla á bókamessunni í Frankfurt í september og margir kvikmyndaspekúlantar eru sannfærðir um að þarna sé ákaflega spennandi verk í smíðum sem eigi eftir að henta hvíta tjaldinu fullkomlega. Mangold er meðal færustu leikstjóra Hollywood um þessar mundir en eftir hann liggja meðal annars kvikmyndirnar Girl, Interrupted; Walk the Line og 3:10 to Yuma. Hann er einn framleiðenda að sjónvarpsþáttunum Men in Trees sem sýndir hafa verið á Stöð 2 við miklar vinsældir.
Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira