Malasíu-kappaksturinn flautaður af - Button úrskurðaður sigurvegari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2009 11:13 Dæmigerð mynd fyrir Malasíu-kappaksturinn í dag. Mynd/GettyImages Jenson Button hjá Brawn er búinn að vinna tvær fyrstu keppninnar í formúlu eitt á tímabilinu en hann var úrskurðaður sigurvegari í Malasíu-kappakstrinum í dag þegar það þurfti að hætta keppni vegna mikillar rigningar. Jenson Button var á ráspól en byrjaði kappaksturinn illa og datt niður í fjórða sætið. Honum tókst þó að vera kominn í efsta sætið á nýjan leik áður en stoppa þurfti keppnina vegna ótrúlegrar rigningar. Brautin breyttist fljótt í sundlaug og það varð strax ljóst að ekki var hægt að halda áfram með keppnina. Mótshaldarar héldu þó í vonina með að geta enduræst keppnina alla tvo tímana sem þeir höfðu upp á að hlaupa en úr því varð þó aldrei. Lokaröðin fór eftir því hvernig staðan var í keppninni þegar öryggisbíllinn kom inn á brautina en keppni var síðan endanlega hætt á 32. hring. Keppendur fá samt aðeins helming stiga fyrir þessa keppni þar sem ekki tókst að ljúka nægilega stórum hluta af kappakstrinum. Þetta er aðeins í fimmta skipti sem það gerist í sögu formúlunnar. Jenson Button fær því bara fimm stig fyrir sigurinn en hann er í efsta sæti í keppni ökumanna með 15 stig eða fimm stigum meira en félagi hans hjá Brawn-Mercedes, Rubens Barrichello. Lokaröðin í Malasíu-kappakstrinum: 1. Jenson Button, Brawn 2. Nick Heidfeld, BMW Sauber 3. Timo Glock, Toyota 4. Jarno Trulli Toyota 5. Rubens Barrichello, Brawn 6. Mark Webber, Red Bull 7. Lewis Hamilton, McLaren 8. Nico Rosberg, Williams Efstu menn í keppni ökumanna: 1. Jenson Button, Brawn-Mercedes 15 2. Rubens Barrichello, Brawn-Mercedes 10 3. Jarno Trulli, Toyota 8.5 4. Timo Glock, Toyota 8 5. Nick Heidfeld, BMW Sauber 4 6. Fernando Alonso, Renault 4 Formúla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Jenson Button hjá Brawn er búinn að vinna tvær fyrstu keppninnar í formúlu eitt á tímabilinu en hann var úrskurðaður sigurvegari í Malasíu-kappakstrinum í dag þegar það þurfti að hætta keppni vegna mikillar rigningar. Jenson Button var á ráspól en byrjaði kappaksturinn illa og datt niður í fjórða sætið. Honum tókst þó að vera kominn í efsta sætið á nýjan leik áður en stoppa þurfti keppnina vegna ótrúlegrar rigningar. Brautin breyttist fljótt í sundlaug og það varð strax ljóst að ekki var hægt að halda áfram með keppnina. Mótshaldarar héldu þó í vonina með að geta enduræst keppnina alla tvo tímana sem þeir höfðu upp á að hlaupa en úr því varð þó aldrei. Lokaröðin fór eftir því hvernig staðan var í keppninni þegar öryggisbíllinn kom inn á brautina en keppni var síðan endanlega hætt á 32. hring. Keppendur fá samt aðeins helming stiga fyrir þessa keppni þar sem ekki tókst að ljúka nægilega stórum hluta af kappakstrinum. Þetta er aðeins í fimmta skipti sem það gerist í sögu formúlunnar. Jenson Button fær því bara fimm stig fyrir sigurinn en hann er í efsta sæti í keppni ökumanna með 15 stig eða fimm stigum meira en félagi hans hjá Brawn-Mercedes, Rubens Barrichello. Lokaröðin í Malasíu-kappakstrinum: 1. Jenson Button, Brawn 2. Nick Heidfeld, BMW Sauber 3. Timo Glock, Toyota 4. Jarno Trulli Toyota 5. Rubens Barrichello, Brawn 6. Mark Webber, Red Bull 7. Lewis Hamilton, McLaren 8. Nico Rosberg, Williams Efstu menn í keppni ökumanna: 1. Jenson Button, Brawn-Mercedes 15 2. Rubens Barrichello, Brawn-Mercedes 10 3. Jarno Trulli, Toyota 8.5 4. Timo Glock, Toyota 8 5. Nick Heidfeld, BMW Sauber 4 6. Fernando Alonso, Renault 4
Formúla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira