Körfubolti

Hildur: Fínt að vera komnar með titil strax

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hildur Sigurðardóttir með Poweradebikarinn í leikslok.
Hildur Sigurðardóttir með Poweradebikarinn í leikslok. Mynd/Valli

Hildur Sigurðardóttir og félagar í kvennaliði KR tryggðu sér sigur í Powerade-bikarnum í gær þegar liðið vann 67-63 sigur á Hamar í úrslitaleiknum.

„Við ætluðum að byrja á vörninni og halda henni góðri en á meðan gekk okkur illa að skora. Við náðum tíu stiga stiga forskoti og héldum því ágætlega lengi en svo fórum við aðeins að slaka á og þá fór þetta að vera meira spennandi," sagði Hildur Sigurðardóttir sem sá það sem sitt hlutverk að taka af skarið á lokamínútunum.

„Við erum ennþá að finna okkur. Það hafði lítið reynt á liðið í fyrstu tveimur leikjunum sem við vorum búnar að spila áður. Það átti eftir að koma í ljós hverjar voru tilbúnar að taka af skarið og annað. Ég hef gert það með KR i gegnum árinu og ætla bara að halda því áfram," segir Hildur.

„Það var flott hjá okkur að klára þennan leik og það er fínt að byrja tímabilið á því að vera komnar með titil strax," segir Hildur en hún veit vel af því að það er mikið búist við af KR-liðinu á þessu tímabili.

„Við vitum að við erum með pressu á okkur en við vitum líka að við erum mjög góðar. Þetta er svolítið undir okkur komið að gera þetta saman og halda stemmningu í hópnum. Þá held ég að við getum allt," sagði Hildur að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×