Idol-Siggi hættir keppni 20. mars 2009 14:43 Sigurður M. Þorbergsson Sigurður Magnús Þorbergsson, Idol-Siggi, hefur afþakkað tólfta sætið í Idol Stjörnuleit en fyrsta beina útsendingin úr Smáralind er í kvöld á Stöð 2. Idol-Siggi segist taka þessa ákvörðun m.a. að tillitsemi við aðra keppendur í Idol Stjörnuleit en hann mun engu að síður taka lagið á stóra sviðinu í kvöld. „Eftir að hafa velt þessu mikið fyrir mér þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það sé eðlilegast gagnvart hinum keppendunum að ég dragi mig í hlé," sagði Siggi í samtali við Vísi fyrir stundu. Siggi segist eiginlega hafa farið hjá sér yfir allri þeirri athygli sem hann hefur fengið síðan uppákoman í síðasta Idol-þætti átti sér stað þegar tilkynnt var fyrir mistök að hann væri kominn áfram. Siggi segir að jafnvel þótt hann hafi þegið 12 sætið í úrslitunum þá hefði hann alltaf verið tvístígandi með það hvort hann ætti að slá til. Ekki einasta sín vegna og fjölskyldu sinnar heldur ekki síður vegna hinna keppendanna og aðdáenda þeirra. „Idolið er frábært tækifæri fyrir þá sem vilja koma sér á framfæri sem söngvarar og ég væri sannarlega til í að láta af mér kveða á þeim vettvangi í framtíðinni." Siggi segist ætla að fylgjast grannt með keppninni og hefur mikla trú á krökkunum sem komin eru í úrslit. „Það eru frábærir söngvarar þarna inná milli sem eiga klárlega framtíðina fyrir sér. Samt er ég viss að ég hefði átt góðan séns," segir Siggi glottandi. Þótt Siggi hafi formlega sagt sig úr keppni í Idolinu þá lætur hann sig ekki vanta í kvöld. „Auðvitað mæti ég og læt til mín taka. Ég ætla ekki að láta það tækifæri úr greipum ganga að syngja á þessu stóra sviði í Smáralindinni, með þessu frábæra bandi, í beinni sjónvarpsútsendingu." Idol Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Sigurður Magnús Þorbergsson, Idol-Siggi, hefur afþakkað tólfta sætið í Idol Stjörnuleit en fyrsta beina útsendingin úr Smáralind er í kvöld á Stöð 2. Idol-Siggi segist taka þessa ákvörðun m.a. að tillitsemi við aðra keppendur í Idol Stjörnuleit en hann mun engu að síður taka lagið á stóra sviðinu í kvöld. „Eftir að hafa velt þessu mikið fyrir mér þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það sé eðlilegast gagnvart hinum keppendunum að ég dragi mig í hlé," sagði Siggi í samtali við Vísi fyrir stundu. Siggi segist eiginlega hafa farið hjá sér yfir allri þeirri athygli sem hann hefur fengið síðan uppákoman í síðasta Idol-þætti átti sér stað þegar tilkynnt var fyrir mistök að hann væri kominn áfram. Siggi segir að jafnvel þótt hann hafi þegið 12 sætið í úrslitunum þá hefði hann alltaf verið tvístígandi með það hvort hann ætti að slá til. Ekki einasta sín vegna og fjölskyldu sinnar heldur ekki síður vegna hinna keppendanna og aðdáenda þeirra. „Idolið er frábært tækifæri fyrir þá sem vilja koma sér á framfæri sem söngvarar og ég væri sannarlega til í að láta af mér kveða á þeim vettvangi í framtíðinni." Siggi segist ætla að fylgjast grannt með keppninni og hefur mikla trú á krökkunum sem komin eru í úrslit. „Það eru frábærir söngvarar þarna inná milli sem eiga klárlega framtíðina fyrir sér. Samt er ég viss að ég hefði átt góðan séns," segir Siggi glottandi. Þótt Siggi hafi formlega sagt sig úr keppni í Idolinu þá lætur hann sig ekki vanta í kvöld. „Auðvitað mæti ég og læt til mín taka. Ég ætla ekki að láta það tækifæri úr greipum ganga að syngja á þessu stóra sviði í Smáralindinni, með þessu frábæra bandi, í beinni sjónvarpsútsendingu."
Idol Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira