Kammerverk vantar í sumar 10. janúar 2009 04:00 Daníel Bjarnason, leiðtogi Ísafoldar, er formaður dómnefndar um kammerverk fyrir Djúpið. Tónlistarhátíðin Við Djúpið er orðinn árviss viðburður við Djúp. Hún verður haldin á Ísafirði í 7. sinn dagana 18. til 23. júní 2009. Viðamesta verkefnið á dagskrá hátíðarinnar í ár er stórt samstarfsverkefni með Ísafold kammersveit og Rás 1 Ríkisútvarpsins. Verkefnið er samkeppni fyrir ný tónskáld. Tilhögun er þessi: 3 til 4 tónskáld fá tækifæri til að skrifa verk sérstaklega fyrir sveitina Ísafold sem verður frumflutt á hátíðinni. Tónskáldin fá tækifæri til að vinna náið með meðlimum Ísafoldar með sérstaka áherslu á praktíska hluti sem varða framsetningu verksins og skrif fyrir einstök hljóðfæri. Danska tónskáldið Bent Sørensen er sérstakur gestur hátíðarinnar og mun leiðbeina þessum upprennandi tónskáldum enn frekar við vinnu þeirra. Auk þess mun hann flytja fyrirlestra um eigin verk og kenna á námskeiði á dagskrá hátíðarinnar. Tilgangurinn með þessu skemmtilega verkefni er að gefa ungum tónskáldum tækifæri til að vinna mjög náið með hljómsveit, mun nánar en undir venjulegum kringumstæðum. Það eru þeim sem standa að verkefninu, tónlistarhátíðinni, kammersveitinni og Rás 1 mikil ánægja að bjóða upp á þessa nýjung hér á landi. Nokkur praktísk atriði fyrir þátttakendur: Þátttakendur skila inn umsóknum fyrir 15. janúar. Þar þurfa ákveðin gögn að fylgja samkvæmt reglum keppninnar. Reglurnar er að finna á heimasvæði keppninnar á heimasíðu tónlistarhátíðarinnar: www.viddjupid.is. Hinn 15. febrúar verður tilkynnt hverjir fá að taka þátt og 1. maí verða verkin að vera tilbúin. Dómnefndina skipa: Daníel Bjarnason, formaður, Melkorka Ólafsdóttir, flautuleikari, Jónas Tómasson, tónskáld, og Þuríður Jónsdóttir, tónskáld. Heiðursdómari: Bent Sørensen. Þá er bara að draga fram hugmyndir að kammerverkum úr skúffunum og sækja um.- pbb Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí Sjá meira
Tónlistarhátíðin Við Djúpið er orðinn árviss viðburður við Djúp. Hún verður haldin á Ísafirði í 7. sinn dagana 18. til 23. júní 2009. Viðamesta verkefnið á dagskrá hátíðarinnar í ár er stórt samstarfsverkefni með Ísafold kammersveit og Rás 1 Ríkisútvarpsins. Verkefnið er samkeppni fyrir ný tónskáld. Tilhögun er þessi: 3 til 4 tónskáld fá tækifæri til að skrifa verk sérstaklega fyrir sveitina Ísafold sem verður frumflutt á hátíðinni. Tónskáldin fá tækifæri til að vinna náið með meðlimum Ísafoldar með sérstaka áherslu á praktíska hluti sem varða framsetningu verksins og skrif fyrir einstök hljóðfæri. Danska tónskáldið Bent Sørensen er sérstakur gestur hátíðarinnar og mun leiðbeina þessum upprennandi tónskáldum enn frekar við vinnu þeirra. Auk þess mun hann flytja fyrirlestra um eigin verk og kenna á námskeiði á dagskrá hátíðarinnar. Tilgangurinn með þessu skemmtilega verkefni er að gefa ungum tónskáldum tækifæri til að vinna mjög náið með hljómsveit, mun nánar en undir venjulegum kringumstæðum. Það eru þeim sem standa að verkefninu, tónlistarhátíðinni, kammersveitinni og Rás 1 mikil ánægja að bjóða upp á þessa nýjung hér á landi. Nokkur praktísk atriði fyrir þátttakendur: Þátttakendur skila inn umsóknum fyrir 15. janúar. Þar þurfa ákveðin gögn að fylgja samkvæmt reglum keppninnar. Reglurnar er að finna á heimasvæði keppninnar á heimasíðu tónlistarhátíðarinnar: www.viddjupid.is. Hinn 15. febrúar verður tilkynnt hverjir fá að taka þátt og 1. maí verða verkin að vera tilbúin. Dómnefndina skipa: Daníel Bjarnason, formaður, Melkorka Ólafsdóttir, flautuleikari, Jónas Tómasson, tónskáld, og Þuríður Jónsdóttir, tónskáld. Heiðursdómari: Bent Sørensen. Þá er bara að draga fram hugmyndir að kammerverkum úr skúffunum og sækja um.- pbb
Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí Sjá meira