Eldur í McLaren bíl Hamiltons 4. mars 2009 14:01 Lewis Hamilton ekur af kappi um Jerez í morgun, en vélin bilaði svo hjá honum og eldtungur sveipuðu afturhlutann. Eldur varð laus í keppnisbíl Lewis Hamilton á æfingum á Jerez brautinni í dag. Hann varð því að hvíla sig frá frekari æfingum á meðan þjónustumenn stumruðu yfir vélarsalnum. Farið er að hitna í kolunum og Hamilton segir að keppnislið standi mjög jafnt að vígi miðað við æfingatíma í dag og síðustu daga. Félagi hans Heikki Kovlalainen fullyrti í gær að McLaren myndi nota í fyrsta mótinu, KERS kerfið umtalaða sem eykur kraft vélarinnar um stundarsakir. Hamilton telur marga bíla álitlega, t.d. BMW, Force India og Renault, fyrir utan Ferrari sem ætíð sé í toppslagnum eins og McLaren. McLaren menn stefna á að senda Hamilton aftur út á brautina í dag eftir viðgerðir í vélarsal bílsins, en vélin virðist hafa gefið upp öndina með tilheyrandi eldtungum. Sjá viðtal við Hamilton Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Eldur varð laus í keppnisbíl Lewis Hamilton á æfingum á Jerez brautinni í dag. Hann varð því að hvíla sig frá frekari æfingum á meðan þjónustumenn stumruðu yfir vélarsalnum. Farið er að hitna í kolunum og Hamilton segir að keppnislið standi mjög jafnt að vígi miðað við æfingatíma í dag og síðustu daga. Félagi hans Heikki Kovlalainen fullyrti í gær að McLaren myndi nota í fyrsta mótinu, KERS kerfið umtalaða sem eykur kraft vélarinnar um stundarsakir. Hamilton telur marga bíla álitlega, t.d. BMW, Force India og Renault, fyrir utan Ferrari sem ætíð sé í toppslagnum eins og McLaren. McLaren menn stefna á að senda Hamilton aftur út á brautina í dag eftir viðgerðir í vélarsal bílsins, en vélin virðist hafa gefið upp öndina með tilheyrandi eldtungum. Sjá viðtal við Hamilton
Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira