Baulað á Hamilton eftir árekstur 12. mars 2009 09:42 Lewis Hamilton á ferð á Spáni, en Formúlu 1lið eru við æfingar þar í dag. Mynd: Getty Images McLaren og Lewis Hamilton eiga ekki sjö dagana sæla á æfingum Í Barcelona. Hamilton keyrði útaf í gær og skemmdi McLaren bílinn. Liðið hefur náð slökum æfingatímum síðustu daga. Hamilton flaug út í malargryjfu á æfingunni á Spáni við mikinn fögnuð heimamanna, sem er enn ósáttir við McLaren vegna slakrar meðferðar á Fernando Alonso um árið. Það er allavega mat spænskra að illa hafi verið komið fram við Alonso hjá liðinu. Hann ekur núna Renault. Sjálfur Michael Schumacher fór á staðinn þar sem McLaren bíllinn sat fastur og skoðaði bílinn í krók og kring. Hamilton stóð álengdar með krosslagðar hendur og þegar hann mætti aftur á þjónustusvæðið, þá bauluðu áhorfendur og blístruðu sem mest þeir máttu á heimsmeistarann. Æfingarnar halda áfram í dag, en í gær náði Jenson Button besta tíma á nýjum Brawn GP keppnisbíl sem hefur komið öðrum liðum í opna skjöldu. Á meðan gengur ekki hjá McLaren og Hamilton. Sjá nánar um æfingarnar Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
McLaren og Lewis Hamilton eiga ekki sjö dagana sæla á æfingum Í Barcelona. Hamilton keyrði útaf í gær og skemmdi McLaren bílinn. Liðið hefur náð slökum æfingatímum síðustu daga. Hamilton flaug út í malargryjfu á æfingunni á Spáni við mikinn fögnuð heimamanna, sem er enn ósáttir við McLaren vegna slakrar meðferðar á Fernando Alonso um árið. Það er allavega mat spænskra að illa hafi verið komið fram við Alonso hjá liðinu. Hann ekur núna Renault. Sjálfur Michael Schumacher fór á staðinn þar sem McLaren bíllinn sat fastur og skoðaði bílinn í krók og kring. Hamilton stóð álengdar með krosslagðar hendur og þegar hann mætti aftur á þjónustusvæðið, þá bauluðu áhorfendur og blístruðu sem mest þeir máttu á heimsmeistarann. Æfingarnar halda áfram í dag, en í gær náði Jenson Button besta tíma á nýjum Brawn GP keppnisbíl sem hefur komið öðrum liðum í opna skjöldu. Á meðan gengur ekki hjá McLaren og Hamilton. Sjá nánar um æfingarnar
Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira