Tónlist

Zeppelin hættir við

Led Zeppelin hætttir endanlega Jimmy Page verður að finna sér eitthvað annað að gera, nú þegar útséð er með að Led Zeppelin haldi áfram störfum.
Nordicphotos/Getty
Led Zeppelin hætttir endanlega Jimmy Page verður að finna sér eitthvað annað að gera, nú þegar útséð er með að Led Zeppelin haldi áfram störfum. Nordicphotos/Getty

Umboðsmaður Jimmys Page, Peter Mensch, hefur dregið til baka fyrri yfirlýsingar sínar og segir að Led Zeppelin muni ekki halda áfram störfum án söngvarans Robert Plant. Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudag að Mensch teldi líklegt að Led Zeppelin myndi á næstunni taka upp nýja plötu og leggja upp í tónleikaferðalag. Nú horfir öðruvísi við. „Led Zeppelin eru búnir," sagði Mensch í viðtali við Music Radar. „Ef þú sást þá ekki árið 2007 þá misstirðu af þeim. Þetta er búið, ég get ekki sagt það skýrar."

Mensch segir að þremenningarnir Jimmy Page, John Paul Jones og Jason Bonham hafi prófað nokkra söngvara sem áttu að koma í stað Roberts Plant en enginn þeirra hafi þótt nógu góður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.