Góðærið skrifað út úr Dubbeldusch 7. janúar 2009 08:00 Verk Björns Hlyns Haraldssonar fékk tilnefningu til Grímunnar sem sýning ársins. Það hefur nú aðeins verið staðfært í ljósi efnahagsástandsins. Fréttablaðið/stefán „Við urðum að snúa þessu aðeins við, annað hefði bara verið kjánalegt," segir leikstjórinn og leikritaskáldið Björn Hlynur Haraldsson. Leikverkið Dubbeldusch er komið til Hafnarfjarðar eftir mikla sigurför fyrir norðan en hefur tekið stakkaskiptum síðan það var frumsýnt í mars á síðasta ári. Þá lék nefnilega allt í lyndi og enginn, ekki einu sinni ráðamenn, höfðu hugmynd um hvað væri handan við hornið. „Bönkunum hefur verið breytt og við getum ekkert verið minni menn og breytum verkinu, þetta er nýtt Dubbeldusch fyrir Nýja Ísland," útskýrir Björn Hlynur. Breytingarnar felast aðallega í umhverfinu, í staðinn fyrir glæsibifreiðar eru komnir eldri kaggar, gorgeirinn hefur breyst í hógværð og sumarbústaðurinn sem leikritið gerist í er ekki fullbúinn heldur þakinn byggingarplasti. „Við breyttum líka tóninum í samtölunum og það má eiginlega segja að áður hafi þetta verið fjölskylda í krísu í miðju góðæri en nú er þetta fjölskylda í krísu í kreppu." Leikritaskáldið áréttar þó að söguþráðurinn sé sami, handritið sé einfaldlega hráefni sem hægt sé að matbúa á þann hátt sem hver og einn kjósi. „Mér finnst þetta reyndar mjög skemmtilegt, að notast við handritið á þennan máta og væri alveg til í að gera meira af þessu." Verkefnastaðan hjá Birni er þéttskipuð. Hann hefur tekið við af Ólafi Agli Egilssyni við gerð kvikmyndahandrits eftir sögu Hreins Vilhjálmssonar, Bæjarins verstu, sem Vesturport hyggst kvikmynda þegar fram líða stundir. „Og svo er eitt og hálft leikrit sem ég geng með í maganum," bætir Björn við.- fgg Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við urðum að snúa þessu aðeins við, annað hefði bara verið kjánalegt," segir leikstjórinn og leikritaskáldið Björn Hlynur Haraldsson. Leikverkið Dubbeldusch er komið til Hafnarfjarðar eftir mikla sigurför fyrir norðan en hefur tekið stakkaskiptum síðan það var frumsýnt í mars á síðasta ári. Þá lék nefnilega allt í lyndi og enginn, ekki einu sinni ráðamenn, höfðu hugmynd um hvað væri handan við hornið. „Bönkunum hefur verið breytt og við getum ekkert verið minni menn og breytum verkinu, þetta er nýtt Dubbeldusch fyrir Nýja Ísland," útskýrir Björn Hlynur. Breytingarnar felast aðallega í umhverfinu, í staðinn fyrir glæsibifreiðar eru komnir eldri kaggar, gorgeirinn hefur breyst í hógværð og sumarbústaðurinn sem leikritið gerist í er ekki fullbúinn heldur þakinn byggingarplasti. „Við breyttum líka tóninum í samtölunum og það má eiginlega segja að áður hafi þetta verið fjölskylda í krísu í miðju góðæri en nú er þetta fjölskylda í krísu í kreppu." Leikritaskáldið áréttar þó að söguþráðurinn sé sami, handritið sé einfaldlega hráefni sem hægt sé að matbúa á þann hátt sem hver og einn kjósi. „Mér finnst þetta reyndar mjög skemmtilegt, að notast við handritið á þennan máta og væri alveg til í að gera meira af þessu." Verkefnastaðan hjá Birni er þéttskipuð. Hann hefur tekið við af Ólafi Agli Egilssyni við gerð kvikmyndahandrits eftir sögu Hreins Vilhjálmssonar, Bæjarins verstu, sem Vesturport hyggst kvikmynda þegar fram líða stundir. „Og svo er eitt og hálft leikrit sem ég geng með í maganum," bætir Björn við.- fgg
Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira