Smátt er fagurt Stefán Pálsson skrifar 12. ágúst 2009 05:00 Nýleg grein Anne Sibert, hagfræðiprófessors og fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabankans, hefur vakið talsverða athygli. Þar lýsir enska fræðikonan þeirri skoðun sinni að íslenska þjóðin sé of fámenn til að standa undir efnahagslega sjálfstæðu samfélagi. Í sjálfu sér koma sjónarmið sem þessi ekki á óvart úr þessari átt. Það er gömul saga og ný að íbúar ríkja sem telja tugmilljónir eiga bágt með að skilja hvernig mun fámennari þjóðríki geta þrifist. Þannig er það algengt viðkvæði á Bretlandi að tómt mál sé að tala um sjálfstætt Skotland, þar sem fimm milljón manna ríki eigi enga möguleika á að standa á eigin fótum. Ef horft er til sögunnar sést að takmörkuð innistæða er fyrir þeirri hugmynd að stórum ríkjum hljóti að farnast betur en smáum. Raunar er saga Íslands á tuttugustu öld eitt gleggsta dæmið um hvernig fámennar þjóðir geta byggt upp samfélög hagsældar á skjótan hátt. Það er því ekki að undra þótt ýmsum sárni vangaveltur hagfræðingsins. Það er þó kaldhæðnislegt að uppleggið í grein Anne Sibert felur einmitt í sér stærðarfordóma sem fjölmargir Íslendingar eru vísir að. Af lestrinum má ljóst vera að Sibert telur enga glóru í að íbúar Grænlands haldi úti sjálfstæðu ríki með sextíu þúsund sálum, þrátt fyrir auðugar náttúruauðlindir. Því miður heyrast sjónarmið sem þessi oft meðal Íslendinga, þegar talið berst að nágrönnum okkar Færeyingum og Grænlendingum. Við látum okkur illa líka þegar íbúar milljónasamfélaganna hnýta í fámennið hér, en erum svo engu skárri gagnvart okkar bestu vinaþjóðum. Þannig er það nánast fastur liður í fréttaflutningi af sjálfstæðisáformum Grænlendinga að hnýtt sé við athugasemdum um landlægan drykkjuskap og tíðni félagslegra vandamála þar í landi, líkt og þjóðinni sé ekki treystandi til að bera ábyrgð á eigin málum. Varðandi Færeyjar er það sömuleiðis hvimleitt að sjá því ítrekað haldið fram að efnahagskreppan þar í landi í upphafi tíunda áratugarins hafi orðið vegna óráðsíu heimamanna sem tæmt hafi ríkiskassann og safnað skuldum, ekki hvað síst með metnaðarfullri jarðgangagerð. Er þar litið framhjá þeirri staðreynd að samgöngumannvirki þessi voru ekki greidd úr landsjóði Færeyja heldur af danska ríkinu. Það eru engin rök fyrir því að mörkin fyrir sjálfbærni samfélaga liggi á milli sextíu þúsund íbúa og þrjú hundruð þúsund. Íslendingar voru til að mynda rétt um níutíu þúsund þegar þjóðin öðlaðist stjórnmálalegt sjálfstæði árið 1918. Færa má fyrir því rök að með hærra menntunarstigi og auknu aðgengi að upplýsingum fari þau fólksfjöldamörk heldur lækkandi sem samfélög þurfi að ná til að teljast lífvænleg. Okkur ber þess vegna að fagna nýfengnum sigri Grænlendinga í sjálfstæðisbaráttu sinni, enda koma sífellt í ljós nýjar upplýsingar um skuggahliðar dönsku valdstjórnarinnar þar í landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Nýleg grein Anne Sibert, hagfræðiprófessors og fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabankans, hefur vakið talsverða athygli. Þar lýsir enska fræðikonan þeirri skoðun sinni að íslenska þjóðin sé of fámenn til að standa undir efnahagslega sjálfstæðu samfélagi. Í sjálfu sér koma sjónarmið sem þessi ekki á óvart úr þessari átt. Það er gömul saga og ný að íbúar ríkja sem telja tugmilljónir eiga bágt með að skilja hvernig mun fámennari þjóðríki geta þrifist. Þannig er það algengt viðkvæði á Bretlandi að tómt mál sé að tala um sjálfstætt Skotland, þar sem fimm milljón manna ríki eigi enga möguleika á að standa á eigin fótum. Ef horft er til sögunnar sést að takmörkuð innistæða er fyrir þeirri hugmynd að stórum ríkjum hljóti að farnast betur en smáum. Raunar er saga Íslands á tuttugustu öld eitt gleggsta dæmið um hvernig fámennar þjóðir geta byggt upp samfélög hagsældar á skjótan hátt. Það er því ekki að undra þótt ýmsum sárni vangaveltur hagfræðingsins. Það er þó kaldhæðnislegt að uppleggið í grein Anne Sibert felur einmitt í sér stærðarfordóma sem fjölmargir Íslendingar eru vísir að. Af lestrinum má ljóst vera að Sibert telur enga glóru í að íbúar Grænlands haldi úti sjálfstæðu ríki með sextíu þúsund sálum, þrátt fyrir auðugar náttúruauðlindir. Því miður heyrast sjónarmið sem þessi oft meðal Íslendinga, þegar talið berst að nágrönnum okkar Færeyingum og Grænlendingum. Við látum okkur illa líka þegar íbúar milljónasamfélaganna hnýta í fámennið hér, en erum svo engu skárri gagnvart okkar bestu vinaþjóðum. Þannig er það nánast fastur liður í fréttaflutningi af sjálfstæðisáformum Grænlendinga að hnýtt sé við athugasemdum um landlægan drykkjuskap og tíðni félagslegra vandamála þar í landi, líkt og þjóðinni sé ekki treystandi til að bera ábyrgð á eigin málum. Varðandi Færeyjar er það sömuleiðis hvimleitt að sjá því ítrekað haldið fram að efnahagskreppan þar í landi í upphafi tíunda áratugarins hafi orðið vegna óráðsíu heimamanna sem tæmt hafi ríkiskassann og safnað skuldum, ekki hvað síst með metnaðarfullri jarðgangagerð. Er þar litið framhjá þeirri staðreynd að samgöngumannvirki þessi voru ekki greidd úr landsjóði Færeyja heldur af danska ríkinu. Það eru engin rök fyrir því að mörkin fyrir sjálfbærni samfélaga liggi á milli sextíu þúsund íbúa og þrjú hundruð þúsund. Íslendingar voru til að mynda rétt um níutíu þúsund þegar þjóðin öðlaðist stjórnmálalegt sjálfstæði árið 1918. Færa má fyrir því rök að með hærra menntunarstigi og auknu aðgengi að upplýsingum fari þau fólksfjöldamörk heldur lækkandi sem samfélög þurfi að ná til að teljast lífvænleg. Okkur ber þess vegna að fagna nýfengnum sigri Grænlendinga í sjálfstæðisbaráttu sinni, enda koma sífellt í ljós nýjar upplýsingar um skuggahliðar dönsku valdstjórnarinnar þar í landi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun