Fótbolti

Valdano: Ronaldo þarf tíma til að aðlagast alveg eins og Zidane

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kaka og Cristiano Ronaldo sjást hér saman á góðri stundu.
Kaka og Cristiano Ronaldo sjást hér saman á góðri stundu. Mynd/AFP

Jorge Valdano, íþróttastjóri Real Madrid, segir ekkert vera breytt hjá Cristiano Ronaldo síðan að hann kom til Real Madrid frá Manchester United fyrir 94 milljónir evra. Valdano segir að Ronaldo þurfi bara tíma til þess að koma sér inn í spænska boltann.

„Cristiano Ronaldo stefnir alltaf á að vera sá besti og það er fínt. Við þurfum bara að bíða eftir því að hann aðlagist spænska boltanum alveg eins og það tók Zidane tíma að komast inn í hlutina á sínum tíma," sagði Valdano.

Valdano segir Kaka vera mun rólegri en Ronaldo og hann telur að Kaka sé á góðri leið. „Það koma leikir þar sem snilli Cristiano og Kaka á eftir að bjarga okkur þegar liðið er kannski ekki að spila vel. Smá saman munu þeir líka ná betur saman og komast betur inn í leik Real Madrid," sagði Valdano.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×