Kovalainen stal senunni í Búdapest 24. júlí 2009 09:38 Bretinn Lewis Hamilton segir að McLaren bíllinn henti vel á brautina í Búdapest, en hann hefur ekki enn unnið sigur. mynd: AFP Finninn Heikki Kovalainen á McLaren náði besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða í Búdapest í morgun. Hann náði tímanum í síðasta mögulega hringnum eftir 90 mínútna æfingatíma á brautinni. Nico Rosberg varð annar á Williams, en það munaði aðeins 0.059 sekúndum á köppunum tveimur og heimsmeistarinn Lewis Hamilton á McLaren varð þriðji, sem segir allt um aukinn styrk McLaren liðsins. McLaren hefur endurbætt bíllinn verulega í síðustu mótum og það hefur skilað sér. "Ég vill ekkert fara framúr sjálfum mér með of miklum væntingum, en það er ljóst að bíllinn er miklu betri en áður og hentar vel á krókótta Hungaroring brautiona", sagði Hamilton um stöðu McLaren. Mark Webber sem vann síðasta mót, sem var á Nurburgring var lengst af með besta tíma, en endaði í fjórða sæti á Red Bull bílnum. Forystumaður stigamótsins, Jenson Button á Brawn var aðeins með tíunda besta tíma og 0.952 sekúndum á eftir Kovalainen. Nýliðinn Jamie Alguersuari sem ekur Torro Rosso var í neðsta sæti og 1.950 sekúndum á eftir fyrsta bíl. Nokkrir ökumenn hafa gagnrýnt veru hans um borð í Formúlu 1 bíl, þar sem hann hefur litla sem enga reynslu af æfingaakstri. Alguersuari var ráðinn í stað Sebastian Bourdais sem var rekinn á dögunum. Sjá tímanna í morgun Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Fótbolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Finninn Heikki Kovalainen á McLaren náði besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða í Búdapest í morgun. Hann náði tímanum í síðasta mögulega hringnum eftir 90 mínútna æfingatíma á brautinni. Nico Rosberg varð annar á Williams, en það munaði aðeins 0.059 sekúndum á köppunum tveimur og heimsmeistarinn Lewis Hamilton á McLaren varð þriðji, sem segir allt um aukinn styrk McLaren liðsins. McLaren hefur endurbætt bíllinn verulega í síðustu mótum og það hefur skilað sér. "Ég vill ekkert fara framúr sjálfum mér með of miklum væntingum, en það er ljóst að bíllinn er miklu betri en áður og hentar vel á krókótta Hungaroring brautiona", sagði Hamilton um stöðu McLaren. Mark Webber sem vann síðasta mót, sem var á Nurburgring var lengst af með besta tíma, en endaði í fjórða sæti á Red Bull bílnum. Forystumaður stigamótsins, Jenson Button á Brawn var aðeins með tíunda besta tíma og 0.952 sekúndum á eftir Kovalainen. Nýliðinn Jamie Alguersuari sem ekur Torro Rosso var í neðsta sæti og 1.950 sekúndum á eftir fyrsta bíl. Nokkrir ökumenn hafa gagnrýnt veru hans um borð í Formúlu 1 bíl, þar sem hann hefur litla sem enga reynslu af æfingaakstri. Alguersuari var ráðinn í stað Sebastian Bourdais sem var rekinn á dögunum. Sjá tímanna í morgun
Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Fótbolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti