Dauðaslys rætt í Rásmarkinu 23. júlí 2009 08:22 Hið hörmulega dauðaslys í Bretlandi um síðustu helgi verður rætt í Rásmarkinu á Stöð 2 Sport í kvöld. Henry Surtees lést í slysinu, en Kristján Einar Kristjánsson ók með honum í Formúlu 3 í fyrra. Hann verður gestur þáttarins. Langt er síðan dauðaslys hefur orðið í kappakstri, en það varð í nýrri mótaröð sem kallast Formúla 2 og verður málið rætt frá ýmsum hliðum. Ólafur Guðmundsson sem hefur starfað sem Formúlu 1 dómari og í öryggismálum í mörg ár mun leggja sitt á vogarskálarnar í þættinum. Í Rásmarkinu verður einnig fjallað um nýjasta Formúlu 1 sigurvegarann Mark Webber frá ýmsum hliðum, en hann hefur sýnt ótrúlega hörku í uppbyggingu líkamans eftir að hafa fótbrotnað illa í reiðhjólaslysi í vetur. Þá verður keppnislið Red Bull heimsótt, en liðið hefur unnið tvö síðustu mót og hitað upp fyrir kappaksturinn í Ungverjlandi um næstu helgi. Þátturinn á Stöð 2 Sport er á dagskrá kl. 20.00 í kvöld. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hið hörmulega dauðaslys í Bretlandi um síðustu helgi verður rætt í Rásmarkinu á Stöð 2 Sport í kvöld. Henry Surtees lést í slysinu, en Kristján Einar Kristjánsson ók með honum í Formúlu 3 í fyrra. Hann verður gestur þáttarins. Langt er síðan dauðaslys hefur orðið í kappakstri, en það varð í nýrri mótaröð sem kallast Formúla 2 og verður málið rætt frá ýmsum hliðum. Ólafur Guðmundsson sem hefur starfað sem Formúlu 1 dómari og í öryggismálum í mörg ár mun leggja sitt á vogarskálarnar í þættinum. Í Rásmarkinu verður einnig fjallað um nýjasta Formúlu 1 sigurvegarann Mark Webber frá ýmsum hliðum, en hann hefur sýnt ótrúlega hörku í uppbyggingu líkamans eftir að hafa fótbrotnað illa í reiðhjólaslysi í vetur. Þá verður keppnislið Red Bull heimsótt, en liðið hefur unnið tvö síðustu mót og hitað upp fyrir kappaksturinn í Ungverjlandi um næstu helgi. Þátturinn á Stöð 2 Sport er á dagskrá kl. 20.00 í kvöld.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira