Damon Hill: Fólk mun sakna Silverstone 18. júní 2009 09:24 Damon Hill með höggmynd af föður sínum Graham Hill, sem var kappakstursökumaður og vinsæll Í Bretlandi. mynd: getty images Damon Hill, forseti félags kappakstursökumanna segir að áhorfendur muni sakna Silverstone eftir lokamótið á brautinni um helgina. Hill vann meistaratitilinn í Formúlu 1 árið 1996 og vann sigur á brautinni árið 1994, en mót hefur verið haldið á brautinni síðan 1950, með hléum þó, en samfleytt frá árinu 1987. Fjöldi Íslendinga hefur sótt brautina heim gegnum tíðina. "Silverstone er stór hluti af sögu Formúlu 1 og er því ómetanleg fyrir Formúlu 1. Sagan gerir hana mikilvæga og stöðugleiki er mikilvægur í íþróttinni", sagði Hill, en honum tókst ekki að sannfæra Bernie Ecclestone um mikilvægi brautarinnar. Breska ríkisstjórnin vildi ekki styrkja mótshaldið og því varð að gefa breska mótið eftir til aðila sem ætla að halda mót á Donington Park í framtíðinni. "Ég er ekki á móti breytingum, en Formúlan hefur verið að færast á brautir erlendis þar sem fólk hefur lítið vit á því sem er að gerast og áhorfendapallarnir eru hálf tómir. Það er ekki gott fyrir íþróttina, sem er vinsæl hérlendis eins og fótboltinn. Ég er ekkert búinn að afskrifa að breski kappaksturinn verði aftur á Silverstone í framtíðinni. Hlutir breytast fljótt í þessum heimi", sagði Hill. Fjallað verður um Silverstone í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 23:00 í kvöld. Gestir verða Sverrir Þóroddsson sem þekkir sögu kappaksturs í Bretlandi vel og Kristján Einar Kristjánsson sem hefur keppt á brautinni í Formúlu 3. Sjá brautarlýsingu frá Silverstone Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Damon Hill, forseti félags kappakstursökumanna segir að áhorfendur muni sakna Silverstone eftir lokamótið á brautinni um helgina. Hill vann meistaratitilinn í Formúlu 1 árið 1996 og vann sigur á brautinni árið 1994, en mót hefur verið haldið á brautinni síðan 1950, með hléum þó, en samfleytt frá árinu 1987. Fjöldi Íslendinga hefur sótt brautina heim gegnum tíðina. "Silverstone er stór hluti af sögu Formúlu 1 og er því ómetanleg fyrir Formúlu 1. Sagan gerir hana mikilvæga og stöðugleiki er mikilvægur í íþróttinni", sagði Hill, en honum tókst ekki að sannfæra Bernie Ecclestone um mikilvægi brautarinnar. Breska ríkisstjórnin vildi ekki styrkja mótshaldið og því varð að gefa breska mótið eftir til aðila sem ætla að halda mót á Donington Park í framtíðinni. "Ég er ekki á móti breytingum, en Formúlan hefur verið að færast á brautir erlendis þar sem fólk hefur lítið vit á því sem er að gerast og áhorfendapallarnir eru hálf tómir. Það er ekki gott fyrir íþróttina, sem er vinsæl hérlendis eins og fótboltinn. Ég er ekkert búinn að afskrifa að breski kappaksturinn verði aftur á Silverstone í framtíðinni. Hlutir breytast fljótt í þessum heimi", sagði Hill. Fjallað verður um Silverstone í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 23:00 í kvöld. Gestir verða Sverrir Þóroddsson sem þekkir sögu kappaksturs í Bretlandi vel og Kristján Einar Kristjánsson sem hefur keppt á brautinni í Formúlu 3. Sjá brautarlýsingu frá Silverstone
Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira