Jenson Button og Lewis Hamilton voru fljótastir á tveimur æfingum fyrir kínverska kappaksturinn í Formúlu 1-mótaröðinni sem fer fram nú um helgina.
Í fyrri tímatökunni var Hamilton fljótastur en Button í þeirri síðari, aðeins 0,025 sekúndum á undan Nico Rosberg á Williams. Button ekur fyrir Brawn og Hamilton fyrir McLaren.
Tími Button í síðari tímatökunni var hálfri sekúndu betri en tími Hamilton í tímatökunum fyrir sama kappakstur á síðasta keppnistímabili.