Massa í læknisskoðun hjá FIA á morgun 9. október 2009 10:59 Massa hefur verið í herbúiðum Ferrari í vikunni og ræðir hér við Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóra liðsins. mynd: kappakstur.is Formúlu 1 ökunaðurinn Felipe Massa fer í læknisskoðun hjá FIA á morgun til að ákvarða hvort hann fær leyfi til að keppa í lokamótinu í Abu Dhabi eftir þrjár vikur. Massa hefur æft í ökuhermi Ferrari alla vikuna og keyrði á dögunum kartbíl til að finna inn á eigin styrk. Hann slasaðist alvarlega í Ungverjalandi í sumar, höfuðkúpubrotnaði og hefur verið í endurhæfingu síðan. Massa segist sjálfur að hann telji litlar líkur á að hann geti keppt í Abu Dhabi, en hann ók brautina í ökuhermi Ferrari. Hann segir að trúlega sé betra fyrir hann að einbeita sér að þvi að mæta 100% í formi í fyrsta mót næsta árs. Massa tekur endanlega ákvörðun eftir læknisskoðun á morgun og akstur á 2007 bíl Ferrari á mánudaginn. Giancarlo Fisichella hefur ekið bíl Massa í síðustu mótum og keppir í Brasilíu, þar sem Massa mun veifa ökumönnum í endamark samkvæmt ósk mótshaldaranna. Sjá brautarlýsingu frá Abu Dhabi Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu 1 ökunaðurinn Felipe Massa fer í læknisskoðun hjá FIA á morgun til að ákvarða hvort hann fær leyfi til að keppa í lokamótinu í Abu Dhabi eftir þrjár vikur. Massa hefur æft í ökuhermi Ferrari alla vikuna og keyrði á dögunum kartbíl til að finna inn á eigin styrk. Hann slasaðist alvarlega í Ungverjalandi í sumar, höfuðkúpubrotnaði og hefur verið í endurhæfingu síðan. Massa segist sjálfur að hann telji litlar líkur á að hann geti keppt í Abu Dhabi, en hann ók brautina í ökuhermi Ferrari. Hann segir að trúlega sé betra fyrir hann að einbeita sér að þvi að mæta 100% í formi í fyrsta mót næsta árs. Massa tekur endanlega ákvörðun eftir læknisskoðun á morgun og akstur á 2007 bíl Ferrari á mánudaginn. Giancarlo Fisichella hefur ekið bíl Massa í síðustu mótum og keppir í Brasilíu, þar sem Massa mun veifa ökumönnum í endamark samkvæmt ósk mótshaldaranna. Sjá brautarlýsingu frá Abu Dhabi
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira